Fréttir

Bylting í forvinnslu í prentverki

11 jún. 2010

Um mitt árið 2008 var settur saman vinnuhópur á vegum Samtaka iðnaðarins sem fékk það verkefni að leita leiða til að einfalda og bæta vinnu hönnuða og ljósmyndara í forvinnslu fyrir prentverk. Verkefnið fékk vinnuheitið RGB-vinnsluferli, og eins og nafnið ber með sér gekk það út á að hverfa frá hina flókna CMYK vinnulagi, þar sem prentsmiðjurnar réðu fremur litlu um hina endanlegu útkomu prentgripa. Hópurinn var í fyrstu skipaður þeim Birni Fróðasyni frá Odda, Guðmundi Jónssyni frá Ísafoldarprentsmiðju, Ólafi Brynjólfssyni frá Morgunblaðinu og Þorgeiri Vali Ellertssyni frá Svansprenti, en síðar bættist Jón Sandholt Tækniskólanum við í hópinn.

Eitt að helstu markmiðum hópsins var að prentsmiðjur réðu meiru um hina endanlegu útkomu en verið hefur nú síðustu árin. Auk þess var leitast við að ekki fælist í þessari breytingu neinn aukakostnaður fyrir prentsmiðjurnar varðandi kaup á vél- eða hugbúnaði. Á vordögum 2009 skilaði hópurinn af sér fullmótuðum tillögum, eftir að þær höfðu verið prufukeyrðar og lagfærðar eins og kostur var á.

Síðastliðið ár hefur farið fram ítarleg kennsla á þessu breytta verklagi í gegnum IÐUNA-fræðslusetur, í húsakynnum Tækniskólans, í prentsmiðjunum, auglýsingastofunum og hjá útgáfufyrirtækjunum. Nú hafa á sjötta hundrað manns sótt námskeiðin og segja má að þessi mikla breyting, sem sumir nefna byltingu, hafi heppnast mjög vel og án teljandi hnökra og hafi verið afar vel tekið.

Ákveðið hefur verið af festa þessa breytingu enn frekar í sessi og fyrirhugað er að halda áfram næsta vetur með námskeið með svipuðu sniði og er áhugasömum bent á að hafa samband við IÐUNA-fræðslusetur, en Björn Sigurjónsson sviðstjóri prenttæknisviðs 590 6400 gefur frekari upplýsingar, eða hafa samband við Ólaf Brynjólfsson í síma 615 2594.

 

Hrasprent_vefur

Starfsfólk Héraðsprents á Egilsstöðum

Eyrn_vefur

Starfsfólk Prentsmiðjunnar Eyrúnar í Vestmannaeyjum

 

 

 

 

Til baka

Póstlisti