Catégorie: Óflokkað

Ferðastyrkir á IPEX 2017. Umsóknarfrestur til 15. ágúst n.k.

6. júlí, 2017

Óflokkað

Um er að ræða 10 ferðastyrki á IPEX 2017, sem fer fram dagana 31. október – 3. nóvember í Birmingham á Englandi. sjá auglýsingu hér

Útskrift nýsveina í prentiðngreinum 2017

Óflokkað

Útskrift nýsveina fór fram í IÐUNNI fræðslusetri 22. júní s.l. Tólf nýsveinar útskrifuðust, þ.e. einn í bókbandi, þrír í prentun og átta í prentsmíði/grafískri miðlun. Nýsveinar, meistarar, prófnefndarmenn, kennarar úr Tækniskólanum og aðstandendur nýsveina mættu í útskriftarveislu sem IÐAN, GRAFÍA og Samtök iðnaðarins héldu þeim til heiðurs.  Eftirtalin hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi. […]

Tilgreind séreign

23. júní, 2017

Óflokkað

Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins vegna tilgreindrar séreignar voru samþykktar af fulltrúum á aukaársfundi Birtu lífeyrissjóðs í gær, 22. júní. Samþykktirnar hafa verið sendar Fjármálaeftirlitinu til umsagnar og bíða staðfestingar fjármála- og efnahagsráðuneytis. Sjá nánar í frétt á heimasíðu Birtu: https://birta.is/um-sjodinn/frettir/breytingar-%C3%A1-sam%C3%BEykktum-sj%C3%B3%C3%B0sins/   Sjá einblöðung hér

Frá aðalfundi GRAFÍU

20. júní, 2017

Fréttir, Óflokkað

Aðalfundur Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum var haldinn 4. apríl 2017 kl. 16.30 á Stórhöfða 31, Reykjavík Eftir að búið var að setja fundinn var látinna félagsmanna minnst. Í tilefni af því að 120 ár uppá dag voru liðin frá því Hið íslenska prentarafélag, undanfara félags okkar var stofnað, flutti sagnfræðingurinn Stefán Pálson […]

Aukaársfundur Birtu, fimmtudaginn 22. júní nk. kl. 17.00

16. júní, 2017

Óflokkað

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar Birtu, fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, í salnum Hvammi. Sjá auglýsingu Auglýsing Birtu lífeyrissjóðs

Umsjón í Miðdal – tjaldsvæðið í Miðdal – golfkort

9. júní, 2017

Fréttir, Óflokkað

Tjaldsvæðið í Miðdal er opið. Gjaldskráin er óbreytt milli ára þ.e. kr. 1.200 fyrir félagsmenn pr. tjald, tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi pr. nótt. Gestir þeirra greiða kr. 1.800 pr. nótt. Rafmagn er kr. 500 pr. nótt. Golfkort fyrir tvo á golfvöll Dalbúa kr. 1.000 pr. dag. (Greitt er kr. 1.500 en kr. 500 fæst endurgreitt […]

Samið við Golfklúbbinn Dalbúa um 50% afslátt fyrir félagsmenn Grafíu

6. júní, 2017

Fréttir, Óflokkað

Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur Grafía átt í löngu og góðu samstarfi við Golklúbbinn Dalbúa, sem rekur golfvöllinn í Miðdal við Laugarvatn, um þjónustu við félagsmenn Grafíu. Undanfarin ár hefur þetta samstarf m.a. leitt til þess að þeir sem hafa gist í orlofshúsum félagsins í Miðdal hafa geta notað golfkort sem fylgja húsunum til […]

Afsláttarkjör á flugmiða WOW og Icelandair

4. maí, 2017

Óflokkað

Vekjum athygli félagsmanna GRAFÍU á að nú er hægt að kaupa gjafabréf á afsláttarkjörum á orlofsvef félagsins. Gjafabréf WOW sem gildir kr. 10.000,- kostar kr. 8.500, – eða samsvarandi 15% afslætti. Gjafabréf Icelandair sem gildir kr. 25.000 kostar kr. 22.500, – eða samsvarandi 10% afslætti. Engin takmörk eru hversu mörg bréf félagsmenn mega kaupa. Munið […]

1. maí kaffi stéttarfélaganna á Stórhöfða 27

26. apríl, 2017

Óflokkað

Munið árlegt 1. maí kaffi Rafiðnaðasambandsins, Grafíu og Matvís að Stórhöfða 27, Grafarvogsmegin í húsnæði Rafiðnaðrskólans að lokinni kröfugöngu og útifundi. 1. MAÍ KAFFI

Vetrarorlof þarf að tilkynna fyrir 1. maí ár hvert

18. apríl, 2017

Óflokkað

Þeir félagsmenn sem eiga rétt á vetrarorlofi og hyggjast nýta réttinn þurfa að tilkynna um það fyrir 1. maí n.k. Orlofsuppbót vegna ársins 2017 er kr. 46.500,- og kemur til greiðslu 1. júní. Nýr kauptaxti sem gildir frá og með 1. maí er kominn á vef GRAFÍU Kauptaxtar_1.05.2017

Póstlisti