Fréttir

Útskrift nýsveina í prentiðngreinum 2017

6 júl. 2017

Útskrift nýsveina fór fram í IÐUNNI fræðslusetri 22. júní s.l.

Tólf nýsveinar útskrifuðust, þ.e. einn í bókbandi, þrír í prentun og átta í prentsmíði/grafískri miðlun. Nýsveinar, meistarar, prófnefndarmenn, kennarar úr Tækniskólanum og aðstandendur nýsveina mættu í útskriftarveislu sem IÐAN, GRAFÍA og Samtök iðnaðarins héldu þeim til heiðurs.  Eftirtalin hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Anna Margrét Konráðsdóttir í bókbandi, Haraldur Örn Arnarson í prentsmíði og Sigurjón Daði Sigurðsson í prentun. Við óskum þessu unga og efnilega fólki til hamingju með sveinsprófið og velfarnaðar í framtíðinni.

Utskriftanemar í prentiðngreinum árið 2017 með prófnefndarmönnum.
Efri röð frá vinstri: Óskar R. Jakobsson í prófnefnd prentara, Páll Reynir Pálsson í prófnefnd bókbindara, Guðmundur Ásmundsson í prófnefnd prentsmiða. Brynjar Már Pálsson, Elfa Ýr Þórisdóttir og Sveinn Andri Jóhannsson  nýsveinar í prentsmíði. Ingólfur Gíslason formaður prófnendar í bókbandi. Þorgeir Valur Ellertsson formaður prófnefndar í prentsmíði, Reynir S. Hreinsson formaður prófnefndar í prentun. Neðri röð frá vinstri: Sigurjón Daði Sigurðsson nýsveinn í prentun, Íris Erna Guðmundsdóttir nýsveinn í prentsmíði. Anna Margrét Konráðsdóttir nýsveinn í bókbandi. Hjördís Ómarsdóttir og Andrea Jónsdóttir nýsveinar í prentsmíði. Albert Gestsson og Stefán Jón Friðriksson nýsveinar í prentun. Á myndina vantar Harald Örn Arnarson og Eddu Karítas Baldursdóttir nýsveina í prentsmíði.

 

Til baka

Póstlisti