Samið við Golfklúbbinn Dalbúa um 50% afslátt fyrir félagsmenn Grafíu
6 jún. 2017
Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur Grafía átt í löngu og góðu samstarfi við Golklúbbinn Dalbúa, sem rekur golfvöllinn í Miðdal við Laugarvatn, um þjónustu við félagsmenn Grafíu. Undanfarin ár hefur þetta samstarf m.a. leitt til þess að þeir sem hafa gist í orlofshúsum félagsins í Miðdal hafa geta notað golfkort sem fylgja húsunum til að stunda golf á velli Dalbúa sér að kostnaðarlausu.
Nú hefur samningur Grafíu og golfklúbbsins Dalbúa verið endurnýjaður fyrir árið 2017. Á grundvelli hans munu félagsmenn Grafíu njóta 50% afsláttar af félagsgjöldum og vallargjöldum í golfklúbbnum á árinu, og jafnframt njóta annarra kjara sem félagsmönnum Dalbúa bjóðast, m.a. hjá Laugarvatn Fontana, vinagolfvöllum Dalbúa o.s.frv. (Ekki er veittur afsláttur af gjaldi sem golfklúbburinn þarf að greiða til GSÍ fyrir hvern félagsmann, en ef viðkomandi er aðili að öðrum golfklúbbi innan GSÍ fellur það gjald niður.)
Félagsmenn Grafíu eru eindregið hvattir til að kynna þér þennan möguleika til golfiðkunar í fallegu umhverfi. Frekari upplýsingar um golfklúbbinn er að finna á heimasíðunni dalbui.is, en félagsmenn Grafíu geta m.a. notfært sér þetta tækifæri og sótt um aðild að golfklúbbi Dalbúa með einföldum hætti í gegnum heimasíðuna.