Fréttir

Aðalfundur GRAFÍU, 18. apríl nk.

5 apr. 2023
  Sjá auglýsingu hér Aðalfundur 2023

Áframhaldandi aðild að RSÍ samþykkt með 88,51% atkvæða

4 apr. 2023
Dagana 29. mars – 3. apríl 2023 fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna GRAFÍU um áframhaldandi aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var að 308 eða 88,51% voru hlynnt áframhaldandi aðild og 25 eða 7,18% voru andvíg, 15 eða  4,13% tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 42,1% eða 348 en 827 voru á kjörskrá. Áframhaldandi aðild var […]

Allsherjaratkvæðagreiðsla GRAFÍU

28 mar. 2023
Á GRAFÍA að halda áfram aðild sinni að Rafiðnaðarsambandi Íslands? Grafía gerðist aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) þann 1. október 2019 en við inngönguna var ákveðið að félagsmenn staðfesti áframhaldandi aðild að RSÍ í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir Sambandsþing RSÍ vorið 2023. Samkvæmt ákvæði í aðildarsamningi Grafíu að RSÍ gengur Grafía úr sambandinu greiði 67% félagsmanna eða […]

Olivier Piotr Lis, Tækniskólanum Íslandsmeistari í grafískri miðlun

22 mar. 2023
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars s.l. Fimm nemendur úr Tækniskólanum kepptu í grafískri miðlun og varð Olivier Piotr Lis, hlutskarpastur keppenda og var krýndur Íslandsmeistari. Sigur á mótinu veitir keppnisrétt á Euroskills sem fram fer í september n.k. í Gdansk í Póllandi. Á mótinu munu 11 íslenskir […]

Íslandsmót iðngreina hefst á fimmtudaginn

10 mar. 2023
Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið,  sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Á mótinu verður að þessu sinni keppt í 21 faggrein þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, […]

Ályktun formannafundar ASÍ

27 feb. 2023
 Alvarlegar aðstæður ríkja í íslensku samfélagi.  Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins eru til marks um að stjórnvöldum hefur mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru […]

Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu

15 feb. 2023
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2023 til 2025. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.10) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn […]

Aðalfundur GRAFÍU 18. apríl nk

9 feb. 2023
Sjá auglýsingu hér vegna aðalfundar GRAFÍU Aðalfundur Grafiu-2023

Fagfélögin hvetja félagsfólk að ganga ekki í störf ...

8 feb. 2023
Fagfélögin sem Byggiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands (GRAFÍA), MATVÍS og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að hvetja félagsfólk sitt er starfar á hótelum til að virða verkfall Eflingar í hvívetna. Þannig beinir félagið tilmælum til félagsfólks að ganga ekki í störf Eflingarfólks og ef einhver vafi leikur á að hafa þá samband við kjaradeild Fagfélaganna. […]

Fagfélögin efla samstarfið

7 feb. 2023
    Samstarf Fagfélaganna hófst formlega þegar Hús Fagfélaganna var opnað árið 2019 en þá fluttu Byggiðn – félag byggingamanna, FIT – Félag iðn- og tæknigreina og Samiðn – samband iðnfélaga í sameiginlegt húsnæði að Stórhöfða 31 þar sem Rafiðnaðarsamband Íslands og MATVÍS höfðu þegar verið til húsa. Í lok árs 2021 gekk VM – […]

Póstlisti