Fréttir
Tjaldsvæðið í Miðdal
6
júl. 2023
Kæra félagsfólk nú er sumarið loksins komið og spáin næstu daga með allra besta móti. Það er ljóst að margir ætla sér að nýta góða veðrið en tjaldsvæðið á Skógarnesi er nánast orðið fullbókað um helgina, en fyrir þá sem langar að fara í útilegu getum við glatt ykkur með því að næg tjaldsvæði eru […]
Vinnudagur í Miðdal
30
maí. 2023
Vinnudagur í Miðdal verður laugardaginn 3. júní sjá auglýsingu hér Vinnudagur
Orlofsuppbót 2023
22
maí. 2023
Vekjum athygli á að orlofsuppbót greiðist þann 1. júní miðað við starfstíma og starfshlutfall á orlofsárinu. Orlofsuppbót er kr. 56.000 samkvæmt kjarasamningum GRAFÍU og SA og GRAFÍU og FA/SÍA vegna grafískra hönnuða. Hvetjum alla til að fylgjast með því að orlofsuppbót sé rétt greidd út miðað við kjarasamning.
Útskriftarsýning nema Upplýsingatækniskólans
8
maí. 2023
Við viljum vekja athygli á að allir eru velkomnir á útskriftarsýningu nema við Upplýsingatækniskólann, þann 12.05. nk., við Háteigsveg kl. 15 – 18. Sýningin er á vegum nema í grafískri miðlun, ljósmyndun og bókbandi.
1. maí kaffi á Stórhöfða 29-31
29
apr. 2023
Við bjóðum öllu okkar félagsfólki í 1.maí kaffi á Stórhöfða að lokinni kröfugöngu. Hittumst fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti kl. 13.00. Kröfugangan leggur af stað kl. 13.30. Gangan fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Hvetjum félagsfólk til að mæta í gönguna.
1. maí í 100 ár
27
apr. 2023
Kjör fulltrúa GRAFÍU á þing Rafiðnaðarsambands Íslands 4.-6. ...
10
apr. 2023
Ágætu félagar GRAFÍA tekur þátt í 20. Sambandsþingi Rafiðnaðarsambands Íslands dagana 4.-6. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut. GRAFÍA á 14 fulltrúa og 7 varafulltrúa á þinginu, sem kjörnir verða á aðlfundi GRAFÍU 18. apríl n.k., en þetta er fyrsta þing RSÍ frá því GRAFÍA varð aðildarfélag að sambandinu. Mikilvægt er að taka […]
Áframhaldandi aðild að RSÍ samþykkt með 88,51% atkvæða
4
apr. 2023
Dagana 29. mars – 3. apríl 2023 fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna GRAFÍU um áframhaldandi aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var að 308 eða 88,51% voru hlynnt áframhaldandi aðild og 25 eða 7,18% voru andvíg, 15 eða 4,13% tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 42,1% eða 348 en 827 voru á kjörskrá. Áframhaldandi aðild var […]