Fréttir

Velferðarvaktin ný upplýsingasíða um efnahagsástandið

19 mar. 2009
Við viljum vekja athygli á nýrri vefsíðu ríkisstjórnarinnar sem sett er upp vegna efnhagsástandsins.  Þetta er allsherjar upplýsingasíða sem kallast Velferðarvaktin. http://www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin/

Rauðakrosshúsið miðstöð fyrir atvinnuleitendur

19 mar. 2009
Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við vinnumálastofnun, þjóðkirkjuna og fleiri aðilla opnað miðstöð fyrir atvinnuleitendur. Þangað getur fólk leitað með ýmis erindi og einnig er boðið upp á fría fræðslu af ýmsum toga. Sjá nánar hér fyrir neðan http://www.raudakrosshusid.is/

Sumarúthlutun orlofshúsa 2009

16 mar. 2009
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús sumarið 2009 hér á vefnum. Umsóknareyðublöðum og bæklingi verður dreift til allra félagsmanna núna á næstu dögum.  Umsóknarfrestur er til föstudagsins 17. apríl. Orlofshúsum er úthlutuðað eftir punktakerfi félagsins. sjá rafræna umsókn hér.

Samstöðukort Þjóðleikhússins

3 mar. 2009
Þjóðleikhúsið býður atvinnulausum fríkort í leikhús Sjá nánar hér.

Samkomulag í höfn um frestun á endurskoðun kjarasamninga

25 feb. 2009
Á fimmta tímanum í dag var skrifað undir samkomulag ASÍ og SA um frestun á endurskoðun kjarasamninga til loka júnímánaðar. Þrátt fyrir frestun er í samkomulaginu ákvæði um að lágmarkslaun hækki í 157 þúsund 1. mars 2009 og önnur ákvæði samninganna koma til framkvæmda, m.a. lenging orlofs. Samningsaðilar telja frestunina mikilvægt framlag til stöðugleika í […]

Stjórnarkosning FBM 2009

24 feb. 2009
Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Braga Guðmundssonar, Stefán Ólafssonar og Þorkels Svarfdal Hilmarssonar, og varastjórnarmanna, Hrafnhildar Ólafsdóttur og Bjarkar Harðardóttur. Framboðsfrestur rann út 9. febrúar s.l. og bárust 2 listar með 4 nöfnum til aðalstjórnar og 3 í varastjórn. Báðir listar eru löglega fram bornir. Listi […]

Heilsurækt fyrir atvinnuleitendur

19 feb. 2009
Heilsurækt fyrir 1.500 – 2.000 kr. á mánuði Mikill fjöldi launafólks hefur misst vinnuna í kjölfar efnahagsþrenginganna síðustu mánuði og ljóst er að atvinnuleysi verður mikið á næstunni. Stéttarfélögin telja mikilvægt að styðja við bakið á félagsmönnum sínum sem misst hafa vinnuna. Færðar hafa verið sönnur á að virkni og regluleg hreyfing eru mikilvæg undirstaða […]

Atvinnustaða félagsmanna í febrúar 2009

10 feb. 2009
Í desember 2008 voru 4% félagsmanna atvinnulausir og fengu greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt Vinnumálastofnun. Alls hafa um 10% félagsmanna fengið uppsögn undangengna mánuði. Hluti þeirra er enn að vinna uppsagnarfrest og mun væntanlega fara á atvinnuleysisbætur á komandi mánuðum og nokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám. Um 28% félagsmanna í […]

Orlofsíbúð í Reykjavík- nýr kostur fyrir félagsmenn FBM

2 feb. 2009
FBM hefur í samstarfi við Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri keypt íbúð í Ljósheimum 10 í Reykjavík. Leigufyrirkomulag á íbúðinni er með sama hætti og önnur orlofshús FBM. Hægt er að leigja íbúðina í einn sólarhring á virkum dögum, helgarleigu eða vikuleigu. Félögin hafa með samkomulagi samþykkt að skipta stórhátíðum á milli sín á milli ára […]

Efnahagsþrengingar – mikilvægar upplýsingar

29 jan. 2009
Á vef Alþýðusambands Íslands eru uppfærðar upplýsingar reglulega sem varða efnahagsþrengingarnar. M.a. greiðsluerfiðleikaúrræði, fjármálaerfiðleikar í efnahagsþrengingum. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Póstlisti