Samkomulag í höfn um frestun á endurskoðun kjarasamninga
25 feb. 2009
Á fimmta tímanum í dag var skrifað undir samkomulag ASÍ og SA um frestun á endurskoðun kjarasamninga til loka júnímánaðar. Þrátt fyrir frestun er í samkomulaginu ákvæði um að lágmarkslaun hækki í 157 þúsund 1. mars 2009 og önnur ákvæði samninganna koma til framkvæmda, m.a. lenging orlofs. Samningsaðilar telja frestunina mikilvægt framlag til stöðugleika í efnhagslífinu.
sjá nánar á vef ASÍ, hér.