Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna í febrúar 2009

10 feb. 2009

Í desember 2008 voru 4% félagsmanna atvinnulausir og fengu greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt Vinnumálastofnun.

Alls hafa um 10% félagsmanna fengið uppsögn undangengna mánuði. Hluti þeirra er enn að vinna uppsagnarfrest og mun væntanlega fara á atvinnuleysisbætur á komandi mánuðum og nokkrir hafa þegar fengið aðra vinnu eða eru farnir í nám.

Um 28% félagsmanna í sex fyrirtækjum verða í skertu starfshlutfalli um einhvern tíma og taka skerðingarnar gildi frá desember 2008 til 1. mars 2009. Þeir félagsmenn sem hafa tekið á sig skert starfshlutfall hafa minnkað vinnu sem samsvarar rúmlega 57 heilum störfum og minnka þannig atvinnuleysi í greininni.

Samkvæmt ofangreindu verða 38% virkra félagsmanna fyrir einhvers konar röskun á starfi sínu á þessum umbrotatímum og ríkir mikil óvissa um hvernig atvinnustaða í greininni eða öðrum greinum muni verða á komandi mánuðum.

Reykjavík, 10. febrúar 2009.
Fh. Félags bókagerðarmanna
Georg Páll Skúlason, formaður

Til baka

Póstlisti