Fréttir

Stjórnarkosning FBM 2009

24 feb. 2009

Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Braga Guðmundssonar, Stefán Ólafssonar og Þorkels Svarfdal Hilmarssonar, og varastjórnarmanna, Hrafnhildar Ólafsdóttur og Bjarkar Harðardóttur.

Framboðsfrestur rann út 9. febrúar s.l. og bárust 2 listar með 4 nöfnum til aðalstjórnar og 3 í varastjórn. Báðir listar eru löglega fram bornir.

Listi merktur A, borinn fram af Ingólfi K. Þorsteinssyni  og 29 öðrum félagsmönnum.
Í aðalstjórn: Bragi Guðmundsson, Stefán Ólafsson og Þorkell S. Hilmarsson.
Í varastjórn: Hrafnhildur Ólafsdóttir, Anna Haraldsdóttir og Elín Sigurðardóttir.

Listi merktur B, borinn fram af Garðari Jónssyni og 36 öðrum félagsmönnum.
Í aðalstjórn: Páll R. Pálsson, Stefán Ólafsson og Þorkell S. Hilmarsson.
Í varastjórn: Hrafnhildur Ólafsdóttir, Anna Haraldsdóttir og Elín Sigurðardóttir.

Þar sem sjálkjörið er til varastjórnar þarf aðeins að kjósa um þrjá aðalmenn.

Frestur til að skila inn kjörseðlum er til mánudagsins 16. mars. Kjörgögn verða send heim til allra sem á kjörskrá eru  og bæði verður hægt að setja atkvæði ófrímerkt í póst eða að fela trúnaðarmanni á vinnustað að koma atkvæðinu til skila. Kjörkössum verði komið fyrir á stærri vinnustöðum og í félagsheimilinu.

sjá nánar hér.

Reykjavík, 12. jfebrúar 2009
Kjörstjórn Félags bókagerðarmanna

Til baka

Póstlisti