Orlofsíbúð í Reykjavík- nýr kostur fyrir félagsmenn FBM
2 feb. 2009
FBM hefur í samstarfi við Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri keypt íbúð í Ljósheimum 10 í Reykjavík. Leigufyrirkomulag á íbúðinni er með sama hætti og önnur orlofshús FBM. Hægt er að leigja íbúðina í einn sólarhring á virkum dögum, helgarleigu eða vikuleigu.
Félögin hafa með samkomulagi samþykkt að skipta stórhátíðum á milli sín á milli ára og byrjar FBM á því að fá páska 2009 og FMA fær þá jól 2009. Dvöl í íbúðinni um páska verður úthlutað eins og öðrum húsum félagsins og er umsóknarfrestur til 20. febrúar næstkomandi.
Íbúðin hefur verið glæsilega standsett hún er fullbúin tækjum og er þar svefnpláss fyrir sjö fullorðna. Íbúðin sem að er um 100fm skiptist í hjónaherbergi, aukasvefnherbergi, eldhús, bað, tvær stofur og þvottahús. Í minna svefnherberginu er tvíbreið koja niðri og einbreið uppi og í annari stofunni er tvíbreiður svefnsófi. Barnagrindarrúm fylgir íbúðinni og einnig er barnasæng og barnakoddi í rúminu.
Þvottavél og þurrkari eru í þvottahúsi íbúðarinnar.
Vinsamlega hafið samband við skrifstofu ef þið hafið áhuga á að leigja íbúðina, sími 552 8755, fbm(hja)fbm.is