Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík styrkir barnafjölskyldur
7 des. 2010
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölmörgum ungum barnafjölskyldum aðstoð með matarúthlutun og einnig stuðning til að börn geti haldið áfram í tómstundastarfi og námi þegar fjölskyldan er mjög tekjulág eða hefur orðið fyrir fjárhagslegu áfalli.
Fulltrúaráðið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð kr. 500.000 og verður hann einkum nýttur til þessa verkefnis í Reykjavík.
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri og Vilborg Oddsdóttir forstöðumaður innanlandsaðstoðar veittu styrknum viðtöku 7. desember s.l.
F.v. Vilborg Oddsdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Jónas Þórisson, Georg Páll Skúlason og Björn Ágúst Sigurjónsson.