Fréttir

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

8 des. 2010

Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010.

sjá nánar á vef Vinnumálastofnunnar www.vmst.is

Til baka

Póstlisti