Fréttir

Orlofshúsin verða opin til umsóknar fyrir alla félagsmenn ...

18 apr. 2017
Þann 7. apríl s.l. var útlhlutað vegna orlofsumsókna í orlofseignum félagsins. Þeir sem fengu úthlutað þá hafa frest til 24. apríl n.k. til að greiða fyrir dvölina. Þeir sem fengu synjun hafa forgang frá deginum í dag til og með 27. apríl til að leigja það sem ekki var úthlutað og það sem ekki verður greitt á gjalddaga, […]

Aðalfundur 2017

24 mar. 2017
Aðalfundur GRAFÍU verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl 2017, kl. 16.30, á Stórhöfða 31 Sjá auglýsingu hér

Íslandsmót iðn- og verkgreina úrslit

22 mar. 2017
Dagana 16. – 18. mars fór fram í Laugardalshöll Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning. Þessa þrjá daga kepptu hátt í 200 iðn- og verknemar í 25 greinum um það hver er bestur í sínu fagi á landinu. Keppendur í grafískri miðlun voru fimm og öll stunda þau nám í Tækniskólanum.   Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri […]

Íslandsmót iðn- og verkgreina 16. – 18. mars ...

7 mar. 2017
Minnum á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem verður í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars nk.

Kjarasamningar halda – endurskoðun 28. febrúar 2017

1 mar. 2017
Samninganefnd ASÍ komst að þeirri niðurstöðu 28. febrúar s.l. að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Launahækkun uppá 4,5% á öll laun kemur því til framkvæmdar 1. maí n.k. Samkomulag var gert við Samtök atvinnulífsins um að fresta endurskoðunarákvæðum til febrúar 2018. Sjá nánar samkomulag og yfirlýsingu tengt endurskoðuninni. Forsendunefnd-niðurstaða Niðurstaða endurskoðunar Endurskoðun yfirlýsing

Aðalfundur GRAFÍU 4. apríl 2017

25 feb. 2017
Aðalfundur GRAFÍU verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 16.30 á Stórhöfða 31, 1. hæð (gengið inn Grafarvogsmegin) Þeir sem hyggjast leggja fram tillögur um lagabreytingar þurfa að koma þeim á skrifstofu félagsins Stórhöfða 31, Reykjavík fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars n.k. Tillögur um lagabreytingar, reikningar og fundargerðir liggja frammi á skrifstofunni í sjö […]

Sumarúthlutun orlofseigna Grafíu

24 feb. 2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á orlofsvef Grafíu, www.grafia.is. Umsóknarfrestur er til 7. apríl n.k. Sjá nánar um úthlutnarreglur o.fl. í auglýsingu hér

Verðlaunakrossgáta PRENTARANS

22 feb. 2017
Dregið hefur verið úr réttum lausnum í Verðlaunakrossgátu PRENTARANS. Guðmundur Þ. Egilsson hlaut 1. verðlaun. Aðeins ein rétt lausn var meðal innsendra lausna. Við viljum þakka öllum þátttökuna. Meðfylgjandi er lausn krossgátunnar. Krossgáta

Skrifstofan er lokuð föstudaginn 3. febrúar vegna skipulagsmála

1 feb. 2017
Skrifstofa GRAFÍU er lokuð föstudaginn 3. febrúar n.k. vegna skipulagsmála. Ef málið er brýnt er sjálfsagt að senda póst á grafia@grafia.is, hronn@grafia.is, gerdur@grafia.is eða georg@grafia.is Skrifstofan opnar kl. 9 á mánudag á 2. hæð Stórhöfða 31. Starfsfólk GRAFÍU

Framboðsfrestur vegna kosningu stjórnar og varastjórnar 2017

12 jan. 2017
Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Önnu Haraldsdóttur, Páls Reynis Pálssonar og Þorkels Svarfdals Hilmarssonar og þriggja varastjórnarmanna, Hrafnhildar Ólafsdóttur, Grétu Aspar Jóhannesdóttur og Stefáns Ólafssonar. Sjá auglýsingu hér

Póstlisti