Aðalfundur GRAFÍU 4. apríl 2017
25 feb. 2017
Aðalfundur GRAFÍU verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl n.k. kl. 16.30 á Stórhöfða 31, 1. hæð (gengið inn Grafarvogsmegin)
Þeir sem hyggjast leggja fram tillögur um lagabreytingar þurfa að koma þeim á skrifstofu félagsins Stórhöfða 31, Reykjavík fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars n.k.
Tillögur um lagabreytingar, reikningar og fundargerðir liggja frammi á skrifstofunni í sjö virka daga fyrir aðalfund.
Í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá stofnun Hins íslenska prentarafélags (forvera GRAFÍU) verður Stefán Pálsson sagnfræðingur með erindi á fundinum um aðkomu félagsmanna að menningarmálum á upphafsárum félagsins en margir þekktir listamenn voru starfandi í iðninni.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.
Reykjavík, 24. febrúar 2017.
Stjórn GRAFÍU