Fréttir

Íslandsmót iðn- og verkgreina úrslit

22 mar. 2017

Dagana 16. – 18. mars fór fram í Laugardalshöll Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning.
Þessa þrjá daga kepptu hátt í 200 iðn- og verknemar í 25 greinum um það hver er bestur í sínu fagi á landinu.

Keppendur í grafískri miðlun voru fimm og öll stunda þau nám í Tækniskólanum.

 

Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri SI, Tómas Daði Valdimarsson, Rebekka S. Melsted Samúelsdóttir, Embla Rún Gunnarsdóttir, fékk gull verðlaun, Símon Norðfjörð Viðarsson, fékk silfur verðlaun og Stefan Prachl frá World skills. Á myndina vantar Davíð Snæ Jónsson sem hlaut brons verðlaun.

 

Dagana 16. – 18. mars fór fram í Laugardalshöll Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning.
Þessa þrjá daga kepptu hátt í 200 iðn- og verknemar í 25 greinum um það hver er bestur í sínu fagi á landinu. Á sama tíma kynntu 28 iðngreinar starfsemi sína og 25 skólar alls staðar af landinu kynntu fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi.
Mikið um að vera í Höllinni
Það var mjög mikið um að vera í Höllinni þessa daga. Fyrstu tvo dagana streymdu að rútar alls staðar af landinu með um 7000 nemendur í 9. og 10. bekk sem komu til að fylgjast með keppninni, fræðast um iðn- og verknám og fá upplýsingar og fræðslu um námsframboð framhaldsskólanna.
Á laugardeginum var Fjölskyldudagur og var stöðugur straumur af fólki sem kom til að fylgjast með, snerta á, smakka og njóta. Margir fóru heim fróðari um iðn- og verkgreinar og fjölbreytileika framhaldsnáms. Sumir nýttu sér líka að kaupa afurðir keppninnar á hagstæðu verði.
Myndir má nálgast hér: https://www.flickr.com/photos/skillsiceland/albums

Til baka

Póstlisti