Svanurinn 20 ára á Íslandi
19 maí. 2010
Kynning á svaninum þessa dagana – Heilsan og umhverfið
Norræna umhverfismerkið Svanurinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Jafnhliða því hefur Svanurinn náð þeim merka áfanga að alls er búið að veita 2000 Svansleyfi fyrir ýmis konar vörur og þjónustu.
Það er ánægjulegt að elsti leyfishafinn svansvottunar á Íslandi, er prentsmiðjan GuðjónÓ sem fékk merkið árið 2000 og því unnið eftir staðli svansmerkisins í 10 ár.
Nokkrar leyfisbeiðnir eru til umfjöllunar hjá Umhverisstofnun og Oddi prentsmiðja fékk svansvottun á árinu eins og getið var um hér á síðunni.
Prentiðnaðurinn er því á góðri leið að bæta sitt umhverfi og vinna með vottuð efni.
Frekari upplýsingar um svansvikuna inná www.ust.is