Félag Bókagerðamanna - page 58

58
Samningur SA og FBM
þurfi innihaldi læknisvottorða þannig að þau kveði á um vinnugetu og leið til
endurkomu á vinnumarkað þegar viðkomandi einstaklingur hefur verið
samfellt fjarverandi frá vinnu í fjórar vikur eða lengur. Greiðslur úr Endur-
hæfingarsjóði vegna endurhæfingar og annarra úrræða vegna einstaklinga
geta hafist að loknu mati á þörfum viðkomandi aðila. Starfsemi á vegum
Endurhæfingarsjóðs byggir á nánu samstarfi einstaklinganna sem í hlut eiga,
fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá, stéttarfélaganna, þjónustufulltrúanna,
fagaðila og heilbrigðisþjónustunnar.
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að vinna í
sameiningu að þróun endurhæfingar og tryggja að framkvæmd þeirra verði
sem árangursríkust. Í því skyni þarf eftir því sem við á að setja Endur-
hæfingarsjóði samþykktir og starfsreglur í samvinnu við stjórn sjóðsins og
gefa út leiðbeiningar til starfsmanna, fyrirtækja og stéttarfélaga um
framkvæmdina.
Samkomulag 2008 SA og ASÍ
um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum
1. Inngangur
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa með vísan til laga
nr. 151/2006, um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum komið sér saman
um eftirfarandi reglur um fyrirkomulag upplýsingagjafar og samráðs
innan fyrirtækja að því er varðar forsvar og útreikning á fjölda
starfsmanna.
2. Útreikningur á fjölda starfsmanna
Lög um upplýsingar og samráð gilda um fyrirtæki þar sem starfa að
jafnaði a.m.k. 50 starfsmenn á innlendum vinnumarkaði. Við útreikning á
fjölda starfsmanna skal miða við meðaltal starfsmanna á liðnu almanak-
sári. Hafi meðalfjöldi starfsmanna verið undir 50 á liðnu almanaksári
verður upplýsinga og samráðsskyldan þó virk skv. samningi þessum fari
fjöldi starfsmanna m.v. meðaltal síðustu fjögurra mánaða yfir 70.
Hafi meðalfjöldi starfsmanna verið 50 eða yfir á liðnu almanaksári fellur
upplýsinga- og samráðsskyldan þó niður skv. samningi þessum fari fjöldi
starfsmanna m.v. meðaltal síðustu fjögurra mánaða undir 40.
Afleysingar vegna sumarfría, veikinda eða annarra fjarvista hafa ekki
áhrif við útreikning á fjölda starfsmanna.
3. Samstarfsnefnd
3.1 Í fyrirtækjum sem falla undir samning þennan skal vera starfandi sam-
starfsnefnd fyrirtækis og starfsmanna. Er hún skipuð tveimur fulltrúum
atvinnurekenda og tveimur fulltrúum starfsmanna.
3.2. Trúnaðarmenn innan fyrirtækis velja fulltrúa í samstarfsnefndir úr sínum
hópi. Starfsmenn geta þó óskað þess að fulltrúar starfsmanna í
samstarfsnefnd séu kosnir úr hópi starfsmanna, enda leggi a.m.k.
fimmtungur starfsmanna fram ósk þess efnis.
Ef enginn trúnaðarmaður er í fyrirtæki kjósa starfsmenn fulltrúa sína í
samstarfsnefnd úr sínum hópi. Ef einn trúnaðarmaður er í fyrirtæki kjósa
1...,48,49,50,51,52,53,54,55,56,57 59,60,61,62,63,64,65,66,67,68,...71
Powered by FlippingBook