Félag Bókagerðamanna - page 52

52
Samningur SA og FBM
Bókanir og yfirlýsingar
Yfirlýsing 2011
um lífeyrismál
Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram vinnu að samræmingu
lífeyrisréttinda á vinnumarkaði. Yfirlýsingu þessari er ætlað að auðvelda sátt
um meginþætti lífeyrismála. Meginmarkmiðið er að allir lífeyrissjóðir á
vinnumarkaðnum starfi á sjálfbærum grunni og að lífeyrisréttindi þróist í
samræmi við þarfir fyrir ásættanlegan lífeyri. Á vettvangi samningsaðila
verður unnið á þeim forsendum að hækka þurfi iðgjöld til lífeyrissjóða á
almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á árunum 2014 – 2020.
Í viðræðum samningsaðila verður fjallað um hvernig hækkun iðgjalda verður
framkvæmd þ.m.t. áfangaskipting og skipting iðgjalds milli launagreiðenda og
starfsmanna á grundvelli samræmingar fyrir vinnumarkaðinn í heild. Tekið
verður tillit til mismunandi launakerfa s.s. á fiskiskipum.
Samningsaðilar stefna á að niðurstaða í þessari vinnu liggi fyrir í árslok 2012
og komi til umræðu vegna endurskoðunar kjarasamninga í ársbyrjun 2013.
Yfirlýsing þessi felur í sér umboð til framkvæmdastjórnar Samtaka
atvinnulífsins og Samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ að ganga frá útfærslu á
hækkun iðgjalda sem tekið geta gildi á árinu 2014.
Bókun 2011
um almenna launahækkun
Með umsaminni almennri launahækkun í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ
og SA er átt við lágmarkshækkun þeirra reglulegu launa sem starfsmaður
nýtur á þeim degi þegar hækkun skv. kjarasamningi á að koma til
framkvæmda, óháð launum viðkomandi starfsmanns.
Óheimilt er að lækka eða afnema yfirborganir með því að greiða ekki út
almennar launahækkanir. Yfirborganir verða því aðeins lækkaðar eða
afnumdar að fylgt sé ákvæðum ráðningarsamnings. Þetta ákvæði kemur þó
ekki í veg fyrir að fyrirtæki geti með launaákvörðunum flýtt hækkunum með
sérstökum ákvörðunum og þá sé með fyrirsjáanlegum og fyrirfram ákveðnum
hætti tekið tillit til óframkominna almennra hækkana á næstu 12 mánuðum.
Starfsmanni sé fyrirfram gert ljóst með sannanlegum hætti að um flýtta
almenna launahækkun samkvæmt kjarasamningi sé að ræða.
Bókun 2011
um sameiginlega launastefnu ASÍ og SA
Kjarasamningar undirritaðir í dag fela í sér tilteknar niðurstöður um almenna
launahækkun, hækkun kauptaxta og aðrar breytingar sem saman mynda
heildarkostnað gagnvart atvinnulífinu á samningssviði aðila. Almennar
launahækkanir verða samtals 11,41% á samningstímanum. Sérstök hækkun
1...,42,43,44,45,46,47,48,49,50,51 53,54,55,56,57,58,59,60,61,62,...71
Powered by FlippingBook