Félag Bókagerðamanna - page 48

48
Samningur SA og FBM
njóta sérstakrar verndar í starfi, á meðan á samningum
stendur og óheimilt að láta þá gjalda starfa sinna í
samninganefnd.
Á vinnustöðum þar sem starfsmenn eru í tveimur stéttar-
félögum eða fleiri skulu þeir kjósa eina sameiginlega
samninganefnd sem kemur fram fyrir hönd starfsmanna í því
tilviki að heildarfyrirtækjasamningur sé gerður.
Þar sem trúnaðarmaður hefur ekki verið skipaður, getur FBM
beitt sér fyrir kosningu samninganefndar.
11.4. Upplýsingamiðlun
Áður en gengið er til gerðar fyrirtækjasamnings skulu stjórn-
endur upplýsa trúnaðarmenn og aðra í samninganefnd um
afkomu, framtíðarhorfur og starfsmannastefnu fyrirtækisins,
svo og nauðsynlegar launaupplýsingar sem að samningnum
lúta.
11.5. Gildistaka, gildissvið og gildistími
Samkomulag um fyrirtækjaþátt skal vera skriflegt og skal það
borið undir alla þá sem samkomulaginu er ætlað að taka til í
leynilegri atkvæðagreiðslu. Samkomulag telst samþykkt ef það
fær stuðning meirihluta greiddra atkvæða.
Heimilt er að láta fyrirtækjasamning gilda tímabundið til
reynslu í allt að 3 mánuði og ganga þá endanlega frá efni hans
í ljósi reynslunnar. Annars skal gildistími ótímabundinn. Að
ári liðnu getur hvor aðili farið fram á endurskoðun.
11.6. Áhrif fyrirtækjasamnings
á ráðningarkjör
Breytingar á ráðningarkjörum sem leiða kunna af fyrirtækja-
samningi eru bindandi fyrir alla hlutaðeigandi starfsmenn hafi
þeir ekki mótmælt formlega gerð samningsins við stjórnendur
fyrirtækis og samninganefnd starfsmanna áður en til
atkvæðagreiðslu kom.
Ákvæði fyrirtækjasamnings gilda jafnt um þá starfsmenn sem
við störf eru þegar samningur er samþykktur og þá sem síðar
ráðast til starfa.
1...,38,39,40,41,42,43,44,45,46,47 49,50,51,52,53,54,55,56,57,58,...71
Powered by FlippingBook