Félag Bókagerðamanna - page 55

Samningur SA og FBM
55
skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til
fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs.
Bókun 2011
um skráningu og meðferð persónuupplýsinga
Um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga fer samkvæmt lögum um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma,
nú lög nr. 77/2000, og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra, svo sem um
rafræna vöktun. Aðilar eru sammála um að vinna sameiginlegt kynningar- og
fræðsluefni á samningstímanum um persónuvernd starfsmanna.
Bókun 2011
um upplýsingar og samráð
Aðilar eru sammála um að fara í sameiginlegt átak til kynningar og
framkvæmdar á lögum um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum nr. 151/2006
og vinna að fræðslu– og kynningarefni um réttindi og skyldur fyrirtækja og
starfsmanna skv. lögunum. Aðilar eru sammála um að beina því til
atvinnurekenda að eiga fundi með trúnaðarmönnum a.m.k. tvisvar á ári þar
sem m.a. er fjallað um stöðu og atvinnumál fyrirtækisins.
Bókun 2011
um óvinnufærni vegna veikinda
Aðilar eru sammála um að, auk veikinda og slysatilvika, verði veikindaréttur
samkvæmt samningi þessum virkur þurfi starfsmaður að gangast undir
aðkallandi og nauðsynlega læknisaðgerð til að draga úr eða eyða afleiðingum
sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt er að leiði til óvinnufærni.
Ofangreind skilgreining felur ekki í sér breytingu á sjúkdómshugtaki
vinnuréttar eins og það hefur verið túlkað af dómstólum. Þó eru aðilar
sammála um að aðgerðir sem starfsmaður þarf að gangast undir, til að bæta
úr afleiðingum slyss við vinnu, leiði einnig til þess að veikindaréttur skv.
samningi þessum verði virkur.
Bókun 2011
um starfsmannaleigur
Aðilar eru sammála um að við innleiðingu starfsmannaleigutilskipunarinnar
verði áréttað að á íslenskum vinnumarkaði er meginreglan sú að starfsmenn
eru ráðnir ótímabundið beint til vinnuveitanda enda ríkir hér ákveðinn
sveigjanleiki í ráðningum sem ætlað er að auðvelda fyrirtækjum að bregðast
við sveiflum í starfsemi þeirra.
1...,45,46,47,48,49,50,51,52,53,54 56,57,58,59,60,61,62,63,64,65,...71
Powered by FlippingBook