Félag Bókagerðamanna - page 61

Samningur SA og FBM
61
júlí 2009. Á þeim tíma verði jafnframt byggt upp kerfi til þess að viðurkenndir
eftirlitsaðilar hafi aðgang að nauðsynlegum gagnabönkum og leitað fulltingis
viðkomandi opinberra aðila til þess að það geti orðið að veruleika.
Bókun 2008
um fyrirkomulag uppsagna á vinnumarkaði
Með samkomulagi ASÍ og SA dags. 17. febrúar 2008 hefur náðst sátt milli
aðila um fyrirkomulag uppsagna á vinnumarkaði. Starfsmaður á samkvæmt
því rétt á viðtali við vinnuveitanda sinn um ástæður uppsagnar, óski hann
þess. Áréttað er að frjáls uppsagnarréttur vinnuveitanda er háður vissum
takmörkunum, lögum samkvæmt. Aðilar eru einnig sammála um að stuðla að
góðri framkvæmd uppsagna á vinnumarkaði og munu í því skyni vinna
sameiginlega að gerð fræðsluefnis sem lokið skal við fyrir árslok 2008.
Bókun 2008
um endurskoðun á trúnaðarmannakafla
kjarasamninga
Samningsaðilar eru sammála um að endurskoða ákvæði um trúnaðar-
mannafræðslu í kjarasamningum á samningstímabilinu í ljósi aukinna og
breyttra verkefna trúnaðarmanna.
Bókun 2008
um atvinnusjúkdóma
Samningsaðilar munu sameiginlega beita sér fyrir því að sett verði reglugerð
um skráningu bótaskyldra atvinnusjúkdóma í samræmi við 27. gr. laga um
almannatryggingar nr. 100/2007.
Samningsaðilar telja mikilvægt að efla rannsóknir og fyrirbyggjandi aðgerðir á
sviði atvinnusjúkdóma á vettvangi Vinnueftirlits ríkisins.
Bókun 2008
um læknisvottorð
Samningsaðilar munu beina því til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir
breytingu á reglum um læknisvottorð. Gerð verði krafa um sérstök læknis-
vottorð þegar um er að ræða langtímafjarvistir. Ef starfsmaður hefur verið
óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss í fjórar vikur samfellt skal í læknis-
vottorði taka afstöðu til þess hvort starfsendurhæfing sé nauðsynleg til að ná
eða flýta bata.
Bókun 2008
um tilkynningu til trúnaðarlæknis/
þjónustufyrirtækis á sviði vinnuverndar
Samningsaðilar líta svo á að uppbygging fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og
vinnuvernd sé mikilvæg fyrir vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að það takist vel til
1...,51,52,53,54,55,56,57,58,59,60 62,63,64,65,66,67,68,69,70,...71
Powered by FlippingBook