Félag Bókagerðamanna - page 64

64
Samningur SA og FBM
Bókun 2004
vegna nýs vaktakafla
Með kjarasamningi þessum eru tekin inn ný og breytt ákvæði um vaktir sem
leiða ekki sjálfkrafa til breytinga á þeim vaktakerfum sem í gildi eru. Nýtt
ákvæði um vaktaálag fyrir mismunandi tíma sólarhringsins á ekki að leiða til
hækkunar á launum þeirra starfsmanna sem heildstætt metið njóta betri kjara
en kjarasamningur þessi kveður á um. Í engum tilvikum skulu ný ákvæði leiða
til lækkunar á launum starfsmanns.
Dæmi um útfærslu frítöku skv. gr. 1.3.2.
Starfsmaður og vinnuveitandi koma sér saman um að næstu átta
yfirvinnutímar skulu greiðast með fyrirkomulagi skv. gr. 1.3.2. Starfsmaður er
með 100 kr. í dagvinnu og 180 kr. í yfirvinnu. Samkvæmt því fær starfsmaður
greiddar 80 kr. (180 – 100) í yfirvinnu á meðan hann safnar frítíma.
Yfirlýsing
um aðlögun starfsfólks við eftirlaunaaldur
Í þeim tilgangi að auðvelda starfsmönnum aðlögun að því að láta af störfum
munu Vinnuveitendasamband Íslands og Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna, að þeir leggi sig fram
um að koma til móts við óskir starfsmanna um að fá að minnka starfshlutfall
sitt á síðustu árum fyrir eftirlaunaaldur.
Yfirlýsing
um verktakastarfsemi
Á síðustu mánuðum hefur færst í vöxt, að samskipti launþega og atvinnu-
rekenda hafi verið færð í búning verktakastarfsemi, þar sem launþegi hefur
talist undirverktaki vinnuveitanda. Mörg deilumál hafa risið vegna óljósra
reglna um réttarstöðu aðila, ábyrgð þeirra í milli og gagnvart þriðja aðila, auk
þess sem rökstuddar grunsemdir hafa vaknað um undirboð í krafti þessa.
Þessi skipan dregur úr gildi félagslegra réttinda samkvæmt kjarasamningum
og lögum, henni fylgja vanhöld á gjöldum og sköttum og hún veikir
samkeppnisstöðu raunverulegra atvinnurekenda.
Aðilar telja þessa þróun skaðlega og andstæða hagsmunum félagsmanna
sinna og munu því vinna gegn henni með því að á samningstímanum verði
settar skýrar reglur og skilgreiningar á stöðu launþega annars vegar og
verktaka og atvinnurekenda hins vegar.
1...,54,55,56,57,58,59,60,61,62,63 65,66,67,68,69,70,71
Powered by FlippingBook