Félag Bókagerðamanna - page 67

Samningur SA og FBM
67
K.2.
Ljóssetningartæki
k.2.1. Vinnu við ljóssetningartæki án innskriftarborðs annist
prent¬iðnaðarmenn.
k.2.2. Um vinnu við ljóssetningartæki, sem tengd eru innskriftar¬borði,
gildi 3.1.1. til og með 3.1.5.
K.3.
Tölvustýrð setningarkerfi
k.3.1. Við stjórnun framanskráðra kerfa skulu vinna hæfir prent-
iðnaðarmenn, svo fremi þeir komi ekki inn á verksvið tölvu-
fræðinga. Stefnt skal að því, að prentiðnaðarmenn eigi kost á
endurmenntun á þessu sviði.
k.3.2. Vinnu við útstöðvar með umbrotsskermum, þ.m.t. á
útlitsteiknunardeild, skulu eingöngu annast iðnlærðir félagsmenn
FBM.
k.3.3. Um vinnu við útstöðvar með skermum, sem er liður í framleiðslu
prentgripa, gildir grein 3.1. með þeim undantekningum, sem um
getur í 3.3.4. og 3.3.5. Sjá þó yfirlýsingu í lok þessa kafla.
k.3.4. Á útstöðvar, sem komið er fyrir í ritstjórnarskrifstofum viku¬ og
dagblaða, geta blaðamenn skrifað efni, sem þeir semja eða vinna
á sjálfstæðan hátt. Ekki er þeim heimilt að gefa leturformsskipanir
á útstöðvar. Um fullbúin handrit svo og aðsent efni, sem er lítt
eða ekki breytt, gildir 3.3.3., sbr. 3.1.
k.3.5. Um útstöðvar með skermum, sem komið er fyrir í auglýsi-
ngadeildum viku- og dagblaða, gilda eftirfarandi ákvæði:
a) Vinna við útstöðvar með skermum í sambandi við auglýsingar
þar sem eiginleg handrit liggja ekki fyrir, inna þeir starfsmenn
af hendi, sem taka á móti auglýsingum og ganga frá þeim í
auglýsingadeildum.
Við nýráðningu til starfa við útstöðvar með skermum á aug-
lýsingadeildum þar sem starfið er að meirihluta við innskrift,
skal ráðning fara fram skv. 3.1., og ef þörf þykir þá sé gert
viðbótarsamkomulag um hentuga vinnutilhögun. Sé starfið að
meirihluta annað en innskrift auglýsinga, gildi sú regla, að
áður en nýráðinn starfsmaður hefur vinnu við tækin, skuli leita
ákvörðunar viðkomandi stéttarfélaga um félagsaðild.
Ef slík ákvörðun liggur ekki fyrir innan mánaðar frá ráðningu,
er starfsmanni heimilt að hefja störf við tækið, en hlítir síðan
endanlegu samkomulagi stéttarfélaganna.
Ofangreindum starfsmönnum, sem ekki eru félagar í FBM, er
óheimilt að gefa leturformsskipanir á útstöðina.
1...,57,58,59,60,61,62,63,64,65,66 68,69,70,71
Powered by FlippingBook