Félag Bókagerðamanna - page 68

68
Samningur SA og FBM
b) Um vinnu við útstöðvar með skermum í sambandi við
auglýsingar, þar sem eiginleg handrit liggja fyrir og samsettar
auglýsingar, gildir 3.3.2.
K.4.
Vinna að öðru
Til þess að starfsemi fyrirtækis megi ganga sem greiðlegast, eru þeir
iðnlærðir, sem vinna við störf skv. k. lið, skuldbundnir til að sinna öðrum
störfum í iðninni, ef enginn vinna er við tækin eða kerfin.
Yfirlýsing:
Samningsaðilar eru sammála um, að starfsmönnum útlitsteiknunardeilda
er heimilt að gefa leturformsskipanir á útstöðvar með skermum. Samning-
saðilar lýsa yfir þeim vilja sínum, að núverandi starfsmenn útlits-
teiknunardeilda blaða verði áfram í sínu núverandi stéttarfélagi, en þegar
um nýráðningu til starfa við útstöðvar með skermum í fyrrgreindum
deildum er að ræða, skipti starfsmenn ekki um stéttarfélag. Þær
nýráðningar eru bundnar við meðlimi FBM og BÍ.
Samningur um Prenttæknistofnun
Samningur Félags bókagerðarmanna og Félags íslenska prentiðnaðarins um
Prenttæknistofnun
1. Formáli
Ofangreind samtök launþega og atvinnurekenda í prentiðnaði stofna til
samstarfs um menntun starfsmanna í prentiðnaði með það að markmiði
að stuðla að víðtækri eftirmenntun. Til þess að ná þessu markmiði stofna
þeir Prenttæknistofnun með skilgreint starfssvið.
2. Prenttæknistofnun
Prenttæknistofnun setur sér skýrt markaðar reglur. Stjórn stofnunarinnar
skipa tveir fulltrúar FÍP og tveir fulltrúar FBM. Stjórnarmenn skulu kosnir
árlega eða umboð þeirra endurnýjað ef þurfa þykir af félagasamtökum
þeirra.
2.1. Prenttæknistofnun hefur það hlutverk að afla og miðla þekkingu í
prentiðnaði með því að stofna til námskeiða, bóklegra og /eða verklegra
fyrir starfsfólk í prentiðnaði til þess að:
Gefa starfsmönnum kost á að auka verkþekkingu sína og til að kenna
þeim ný vinnubrögð í nýrri tækni.
Bjóða þeim upp á nám vegna sérhæfðra starfa.
Gefa þeim kost á upprifjun fyrra náms og bæta þeim upp grunnmenntun
hafi henni verið ábótavant.
Einnig að stuðla að bættri grunnmenntun í bókagerðargreinum með
námskeiðum fyrir kennara, námsskrárgerð, eftirliti og öðrum skyldum
verkefnum samkvæmt nánara samkomulagi við yfirvöld menntamála.
1...,58,59,60,61,62,63,64,65,66,67 69,70,71
Powered by FlippingBook