Félag Bókagerðamanna - page 56

56
Samningur SA og FBM
Einnig, að samkvæmt lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu
lífeyrisréttinda nr. 55/1980, ákveða kjarasamningar lágmarkskjör. Þá verði
meginregla tilskipunarinnar um jafna meðhöndlun lögfest og miðað við að
ráðningarkjör starfsmanna starfsmannaleiga skuli á þeim tíma sem um ræðir
vera a.m.k. þau sem hefðu gilt ef þeir hefðu verið ráðnir beint til viðkomandi
fyrirtækis til að sinna sama starfi. Þar verði vísað til raunverulegra launakjara
hjá notendafyrirtækinu hvernig sem þau eru ákvörðuð og hvernig sem þau eru
greidd.
Yfirlýsing
ASÍ og SA 2011 um framkvæmd útboðsmála
Miklu skiptir fyrir íslenskt efnahagslíf að atvinnulífið og vinnumarkaður starfi
eftir skýrum og gegnsæjum lögum og reglum og tryggi eðlilega og heilbrigða
samkeppni. Útboð verklegra framkvæmda er mikilvægur þáttur í
atvinnustarfsemi. Því skiptir miklu að útboðslýsingar vegna verklegra
framkvæmda, mat á hæfi bjóðenda, val á tilboði og ákvæði um skil á
greiðslum til allra þeirra sem vinna tilboðsverk séu betur undirbúnar og settar
fram með ákveðnari hætti en nú er raunin.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við viðræður aðila á vinnumarkaði segir
m.a. um framkvæmd útboðsmála:
„Skoðað verður hvaða breytingar gera þarf á lögum um opinber innkaup, og
eftir atvikum öðrum lögum, til þess að styrkja stöðu og réttindi launafólks sem
starfa fyrir fyrirtæki á verktakamarkaði og jafna á sama tíma samkeppnisstöðu
fyrirtækja. Stefnt skal að því að starfshópur stjórnvalda, með aðild fulltrúa
sveitarfélaga, ASÍ og SA, skili tillögum um framangreind atriði eigi síðar en í
júní 2011 og að hægt verði að leggja fyrir Alþingi tillögur um æskilegar
lagabreytingar í byrjun haustþings. Stjórnvöld munu jafnframt, þar sem það á
við, innleiða niðurstöður starfshópsins í eigendastefnu ríkisins.“
SA og ASÍ eru sammála um að nánar skilgreind verkefni starfshópsins séu
m.a. eftirfarandi:
1. Taka afstöðu til og leggja fyrir tillögu að lögum um samábyrgð/keðjuábyrgð
verktaka/verkkaupa á launum starfsfólks og opinberra gjalda verktaka og
undirverktaka. Skal þá sérstaklega horft til laga nágrannalanda um efnið.
2. Taka afstöðu til þess hvernig megi tryggja réttindi launafólks frekar með
breytingum á þeim lögum sem fjalla um opinber útboð og hæfi bjóðenda.
3. Taka afstöðu til þess hvernig taka megi upp í útboðsskilmálum um opinber
þjónustuinnkaup þær kröfur sem verkkaupi gerir til bjóðanda varðandi
vinnufyrirkomulag sem byggir á kjarasamningsbundnum forsendum (s.s.
tímamælt ákvæði, uppmæling) til þess að skapa jafnræði meðal bjóðenda og
sýna umfang og eðli verksins
4. Taka afstöðu til þess hvernig megi lögleiða gr. 15.1 í ÍST 30 í almenn lög
um framkvæmd útboða.
Þá hafa SA og ASÍ komið sér saman um samræmt mat verkkaupa á hæfi
bjóðenda í útboðum (sjá fylgiskjal 1 með samningi SA og samninganefndar
1...,46,47,48,49,50,51,52,53,54,55 57,58,59,60,61,62,63,64,65,66,...71
Powered by FlippingBook