Félag Bókagerðamanna - page 60

60
Samningur SA og FBM
Komi upp ágreiningur um túlkun samningsins er viðkomandi aðilum
heimilt að vísa honum til nefndarinnar sem skal þá leitast við að ná
sáttum.
Bókun 2008
um upplýsingar og samráð
Aðilar eru sammála um að stefna að samstarfi um upplýsingagjöf og gerð
fræðsluefnis um réttindi og skyldur fyrirtækja og starfsmanna samkvæmt
lögum um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum nr. 151/2006.
Bókun 2008
um Evrópsk samstarfsráð
Samningsaðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að því að styðja
fyrirtæki og starfsmenn við stofnun og starfrækslu Evrópskra samstarfsráða
sbr. lög um Evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum nr. 61/1999. Í þeim tilgangi
munu aðilar ljúka gerð framkvæmdaáætlunar í maímánuði 2008.
Aðilar stefna jafnframt að samstarfi um upplýsingagjöf og fræðsluefni um
réttindi og skyldur fyrirtækja og starfsmanna í Evrópskum samstarfsráðum.
Bókun 2008
um vinnustaðaskilríki
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins ákveða að vinna áfram að
innleiðingu og notkun vinnustaðaskilríkja þar sem það á við og beina fyrst
sjónum einkum að byggingariðnaði.
Fyrirtæki geta tekið upp vinnustaðaskilríki á eigin forsendum þar sem nafn
þeirra og auðkenni koma fram. Kröfurnar sem vinnustaðaskilríki þurfa að
uppfylla er að á þeim komi fram nafn, mynd og kennitala viðkomandi
starfsmanns eða sjálfvirkur möguleiki á tengingu frá starfsmannanúmeri til
kennitölu ef hún er ekki skráð á skilríkið.
Viðurkenndir aðilar sem koma á vinnustaði til eftirlits þurfa að hafa opinn og
sjálfvirkan aðgang að opinberum gagnabönkum. Mikilvægustu gagna-
bankarnir eru hjá Þjóðskrá til að sannreyna kennitölu, hjá Menntamála-
ráðuneytinu og sýslumönnum til þess að sannreyna viðurkennd starfsréttindi
eða hvort umsókn um slík réttindi hefur verið lögð inn, hjá Ríkisskattstjóra til
þess að sannreyna hvort skattkort hafi verið gefið út og hvort einhverjar
skattgreiðslur hafi borist (ekki upphæðir), hjá Vinnumálastofnun til að
sannreyna hvort tilkynningum hafi verið skilað inn og hjá lífeyrissjóðum til
þess að sannreyna hvort iðgjöld hafi verið greidd (ekki upphæðir).
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að óska
eftir því við Staðlaráð og/eða Icepro að gerður verði almennur staðall um
vinnustaðaskilríki þar sem m.a. verði gert ráð fyrir að starfsheiti viðkomandi
starfsmanns komi fram. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins
munu taka virkan þátt í staðalgerðinni.
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að vinnu-
staðaskilríki skuli vera komin í fulla notkun á vinnustöðum í byggingariðnaði 1.
1...,50,51,52,53,54,55,56,57,58,59 61,62,63,64,65,66,67,68,69,70,...71
Powered by FlippingBook