Félag Bókagerðamanna - page 50

50
Samningur SA og FBM
12. KAFLI
Niðurlag
12.1. Meðferð ágreiningsmála
Rísi ágreiningur út af samningi þessum eða út af einhverjum
atriðum í honum, skal leggja sérhvern slíkan ágreining fyrir
stjórnir félaganna áður en lengra er haldið.
12.2. Samningstími
Kjarasamningur þessi gildir frá 22. júní 2011 til 31. janúar
2014 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar
Reykjavík, 5. maí 2011.
F.h. Félags bókagerðarmanna F.h. Samtaka atvinnulífsins
12.3. Aðfararsamningur - eingreiðsla
Áðurgildandi kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og
Samiðnar, sem féll úr gildi 30. nóvember 2010, var
framlengdur óbreyttur til 22. júní 2011 með sérstökum
„aðfararsamningi“ dags. 5. maí 2011:
Aðfarasamningur
Allir kjarasamningar aðila framlengjast óbreyttir til 22. júní
2011, þ.m.t. sérkjarasamningar sem teljast hlutar
aðalkjarasamninga. Við samþykkt samnings þessa greiðist
sérstök eingreiðsla, kr. 50.000, hverjum starfsmanni í fullu
starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í
mánuðunum mars-maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl
fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl.
Starfsmenn sem hófu störf í apríl eða fyrstu fimm dagana í maí
og eru í starfi í maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við
starfstíma í apríl og maí. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt
hlutfallslega miðað við starfshlutfall. Greiðslan skal innt af
hendi eigi síðar en 1. júní 2011.
1...,40,41,42,43,44,45,46,47,48,49 51,52,53,54,55,56,57,58,59,60,...71
Powered by FlippingBook