Félag Bókagerðamanna - page 66

66
Samningur SA og FBM
e) Samningsaðilar eru sammála um, að í þeim fyrirtækjum, sem verkefni falla
niður eða breytast, skuli veita viðkomandi starfsfólki nauðsynlega þjálfun
eða endurþjálfun til nýrra starfa. Slík endurþjálfun fari fram á þeim tíma
árs og þeim tíma dags og/eða kvölds, sem best hentar aðilum. Fyrirtækin
endurhæfi starfsfólk sitt því að kostnaðarlausu, og greiði fyrir hverja
námskeiðsstund utan vinnutíma sömu laun og viðkomandi hefur í
dagvinnu. Nýráðningu til hinna nýju starfa og verkefna skal einnig hafa
með hliðsjón af möguleikanum á því að flytja til starfsfólk, sem annast þau
störf og verkefni, sem niður falla eða breytast.
f) Verði á samningstímabilinu innleiddar nýjar og/eða breyttar framleiðslu-
aðferðir eða gerðir véla, sem krefjast nýrra vinnuaðferða, getur hvor
aðilinn um sig óskað þess að teknar verði upp viðræður ef um ágreining er
að ræða og skal þá komast að niðurstöðu um meðferð viðkomandi máls.
g) Áður en tekin eru í notkun ný tæki, sem valda verulegum breytingum á
starfsháttum, skal trúnaðarmanni starfsfólksins veittar upplýsingar um
fyrirhugaðar breytingar með minnst mánaðar fyrirvara.
h) Aðilar eru á einu máli um að stefna að því, í samvinnu við Blaðamanna-
félag Íslands, að leysa í sameiningu þau deilumál, sem upp kunna að koma
á vinnustöðum blaðanna hvað varðar verkaskiptingu Blaðamannafélags
Íslands og Félags bókagerðarmanna.
i) Aðilar eru sammála um að ákvæði varðandi óiðnlært fólk við störf skv. 3.
kafla séu bundin við samtök samningsaðila.
j) Varðandi vinnu við tölvuskerma skal taka mið af rannsóknum þeim sem í
gangi eru á þessu sviði um áhrif á heilsu manna. Tekið skal mið af áliti og
reglum sem Vinnueftirlitið kann að setja um þessi mál.
k) Textainnritunarvélar, ljóssetningartæki og tölvustýrð setningarkerfi
k.1.
Innskriftarborð með gatastrimli, segulbandi eða seguldiski. Inn-
skriftar- og leiðréttingarborð með myndskermi og OCR¬lesarar.
k.1.1. Hæfir prentiðnaðarmenn, skulu að jafnaði ganga fyrir um vinnu
við framangreind tæki. Auk þess má ráða annað vinnuafl óiðnlært,
sem náð hefur 18 ára aldri. Vinnan skal þá unnin undir handleiðslu
prentiðnaðarmanns.
k.1.2. Samningsaðilar eru sammála um að leggja áherslu á að kenna
fullnuma sveinum á framanskráð tæki, svo að reynsla þeirra og
prentfræðileg þekking komi að notum við hina nýju tækni.
Starfsþjálfun: Vinnuveitendur skulu veita starfsfólki sínu kost á
starfsþjálfun, sbr. e-lið.
k.1.3. Óiðnlært fólk skal hafa 9 mánaða námstíma á lágmarks¬launum
sveina.
k.1.4. Óiðnlært fólk, sem vinnur við tæki þessi, á rétt á og er skylt að
gerast félagar í FBM.
1...,56,57,58,59,60,61,62,63,64,65 67,68,69,70,71
Powered by FlippingBook