Félag Bókagerðamanna - page 65

Samningur SA og FBM
65
Samkomulag
varðandi nýja tækni við framleiðslu og
frágang prentgripa og viðnám gegn þeirri
þróun, að framleiðsla þeirra flytjist úr
fyrirtækjum prentiðnaðarins
Tækniþróun er mjög hröð. Oft er erfitt að fullyrða, hvaða tækni muni verða til
frambúðar eða í hvaða mynd henni muni verða beitt innan fyrirtækjanna.
Þessi óvissa veldur því, að það er vandkvæðum bundið að setja nákvæmar
reglur um aðhæfingu kjarasamningsins. Eftirfarandi meginreglur skulu hafðar
að leiðarljósi:
a) Aðilar eru sammála um að vinna sameiginlega að því að tryggja
fyrirtækjum og starfsfólki þeirra eins mikinn hluta og mögulegt er af þeim
verkefnum, sem áfram verða fyrir hendi með tilkomu og beitingu nýrrar
tækni. Fyrirtækin verða því alltaf að vera reiðubúin að tileinka sér nýjar
tæknilegar aðferðir. Ella er hætt við auknu sístreymi verkefna burt til
fyrirtækja utan iðngreinarinnar eða utanlands.
Takmarkið er að halda öllum gangi framleiðslunnar innan fyrirtækja, sem
eru félagsaðilar SI. Þannig er óheimilt að taka til úrvinnslu eða afhenda til
framhaldsvinnu verk, sem vernduð eru af iðnlöggjöfinni, nema unnin séu
af útlærðum sveinum.
Til styrktar þessu ákvæði skal stefnt að því að verkefnum, sem fyrirtæki
innan SI taka til framhaldsvinnu, fylgi upplýsingar um hvar verkefni séu
unnin. Komi til álita, hvort um vanefndir þessa ákvæðis sé að ræða, skal
kvörtunum komið til skrifstofu samningsaðila sem jafni ágreininginn.
b) Aðilarnir skulu sameiginlega stuðla að góðum og hagnýtum framleiðslu-
háttum, og í því sambandi skal taka tillit til reynslu starfsfólksins og álits
þess á vinnuskilyrðum.
c) Ný tækni getur valdið því, að verkefni, sem unnin hafa verið innan
fyrirtækjanna, falli niður eða breytist í þeim mæli, að atvinnu ráðins starfs-
fólks sé teflt í tvísýnu. Fyrirtækin geta því aðeins verið nægilega
samkeppnishæf til að taka að sér aukin verkefni, að þeim skilyrðum, sem
um er rætt undir a) og b) lið, sé fullnægt. Um leið og þannig verður hægt
að skapa ný störf, falla önnur aftur á móti niður, og aðilarnir gera sér ljóst,
að breytingar á starfsliði geta orðið mál, sem verður að leysa.
d) Nauðsynlegt er, að því starfsfólki, sem fyrir er í greininni í þessu tilfelli eftir
endurþjálfun sbr. e) lið sé gefinn kostur á atvinnu áfram við hin nýju
verkefni eða önnur í samhengi við þau, og að ráðningarkjörin og launin
verði eigi lakari. Ekki ber að líta þannig á, að starfsmenn sem nú hafa
álagningarprósentur vegna vakta eða vinnu við sérstakar vélar, haldi
slíkum prósentum, nema þeir fari í sams konar störf.
1...,55,56,57,58,59,60,61,62,63,64 66,67,68,69,70,71
Powered by FlippingBook