Félag Bókagerðamanna - page 53

Samningur SA og FBM
53
kauptaxta er láglaunaaðgerð sem hækkar launakostnað misjafnlega eftir því
hve margir taka laun skv. kauptöxtum. Framangreind niðurstaða
kjarasamninga felur í sér að mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd
launastefna gagnvart þeim fjölmörgu samningum sem enn eru ógerðir á
samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja
framangreindri launastefnu í framhaldinu.
Í þessu felst m.a. að launakerfi sem samsett eru af launatöxtum og
hlutfallslegum álögum (þó ekki vaktaálögum), hvort sem er í formi prósenta
eða með öðrum hætti innan dagvinnumarka, þarf að aðlaga þannig að
launabreytingar séu í samræmi við þessa stefnu.
Bókun 2011
um skilgreiningu vakta
Samtökin eru sammála um að kortleggja og stefna að endurskoðun
vinnutímakafla kjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og SA þar sem fjallað er um
vaktir, vinnu utan dagvinnutímabils og breytilegt dagvinnutímabil, með
samræmingu og aukinn skýrleika að leiðarljósi.
Bókun 2011
um veikindi og endurhæfingarmál
Samningsaðilar einsetja sér að endurskoða uppbyggingu á fyrirbyggjandi
heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd.
Markmiðið er að stuðla að því að brugðist sé við veikindum með
fyrirsjáanlegum hætti og að starfsmanni sem veikist bjóðist viðeigandi úrræði
sem fyrst. Þetta felur m.a. í sér aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði til að
tryggja það að einstaklingar sem veikjast eða slasast og eru í virkri
starfsendurhæfingu hafi möguleika á að koma til baka í samræmi við
vinnugetu sína á hverjum tíma.
Ljóst er að þessu markmiði verður aðeins náð ef gagnkvæmt traust ríkir milli
atvinnurekanda og starfsmanna um fyrirkomulag við tilkynningu veikinda,
endurkomu starfsmanna úr veikindum, fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu í
fyrirtækjum o.s.frv.
Samningsaðilar taka þátt í stýrihópi á vegum VIRK sem vinnur að þeim
markmiðum sem nefnd eru hér að framan.
Sérstaklega verður fylgst með þróunarverkefni sem er að fara af stað á vegum
VIRK um forvarnir og starfsendurhæfingu. Samningsaðilar munu nýta þá
reynslu og þekkingu sem þar verður til inn í sínu starfi.
Samningsaðilar munu vera starfsmönnum þessa þróunarverkefnis til stuðnings
og ráðlegginga vegna álitamála sem upp koma í verkefninu og snúa að lög- og
kjarasamningsbundnum réttindum og skyldum á vinnumarkaði.
1...,43,44,45,46,47,48,49,50,51,52 54,55,56,57,58,59,60,61,62,63,...71
Powered by FlippingBook