Félag Bókagerðamanna - page 54

54
Samningur SA og FBM
Bókun 2011
um tilkynningu vinnuslysa
ASÍ og SA munu sameiginlega óska eftir breytingu á lögum nr. 30/2004 um
vátryggingasamninga þess efnis að tilkynning vinnuveitanda um
vátryggingaratburð jafngildi skyldum vátryggðs í því efni skv. 51.gr. laganna
hafi hann ekki tilkynnt um atburðinn.
Bókun 2011
um slys erlendis
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekanda að tryggja starfsmenn sína á
ferðalögum á vegum atvinnurekanda. Þar sem hefðbundnar ferða-, slysa- og
sjúkratryggingar veita almennt ekki nægilega vernd vegna slysa erlendis af
völdum vélknúinna ökutækja, munu aðilar vinna að því, að starfsmenn verði
tryggðir með fullnægjandi hætti. Þeirri vinnu skal lokið eigi síðar en 1.
nóvember 2011.
Bókun 2011
um lokun vegna force major aðstæðna
Á fyrsta ári frá gildistöku aðalkjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og SA skal
sérstakur vinnuhópur, skipaður fulltrúum ASÍ og SA, taka saman upplýsingar
og gögn frá Norðurlöndunum um fyrirkomulag launagreiðslna og/eða bóta til
starfsmanna í kjölfar force major atvika.
Bókun 2011
um jafnréttisáherslur
Jafnir möguleikar kvenna og karla til starfa, starfsþróunar og launa er
hagsmunamál launafólks og fyrirtækja. Aðilar munu því vinna saman að
eftirtöldum verkefnum á samningstímanum.
Ljúka gerð staðals um framkvæmd stefnu launajafnréttis og í
framhaldinu sé unnið áfram við gerð staðals um jafna möguleika
kynjanna til starfa og starfsþróunar. Staðlavinnan er unnin í samstarfi við
Staðlaráð Íslands og velferðarráðuneytið. Stefnt er að útgáfu fyrir lok
samningstímans.
Haldið verði áfram samstarfi við Hagstofu Íslands um rannsókn á
launamyndun kvenna og karla byggðri á gagnasafni stofnunarinnar með
það að markmiði að gera eina rannsókn á samningstímanum.
Gerð sameiginlegs kynningar- og fræðsluefnis fyrir launafólk og fyrirtæki
um jafnrétti á vinnumarkaði á samningstímanum.
Að hvetja stjórnendur fyrirtækja til að huga að mótun fjölskyldustefnu
innan fyrirtækja með það að markmiði að auka sveigjanleika í
1...,44,45,46,47,48,49,50,51,52,53 55,56,57,58,59,60,61,62,63,64,...71
Powered by FlippingBook