Félag Bókagerðamanna - page 49

Samningur SA og FBM
49
11.7. Fimmtudagsfrídagar
Heimilt er að semja svo um á vinnustað að samningsbundið frí
vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta, sem báðir
eru ávallt á fimmtudögum, sé flutt á annan virkan dag, t.d.
föstudag eða mánudag, eða tengt annarri frítöku starfsmanna.
Ákvörðun um nýjan frídag eða fyrirkomulag frítöku nær til allra
hlutaðeigandi starfsmanna og ræðst af vali meirihlutans. Eru
þá greidd sömu laun þessa daga og aðra virka daga og
starfsmenn halda dagvinnulaunum sínum þegar frí er tekið á
hinum nýju frídögum. Ef starfsmenn eru sérstaklega beðnir um
að vinna á nýju frídögunum er greitt yfirvinnukaup auk
dagvinnulauna, nema vaktaákvæði kjarasamninga kveði á um
annað. Hafi frídagur ekki verið tekinn við starfslok skal við
uppgjör launa greiða hann með 8 dagvinnustundum, m.v. fullt
starf.
11.8. Meðferð ágreinings
Komi upp ágreiningur innan fyrirtækis um skilning eða
framkvæmd fyrirtækjasamnings og ekki tekst að leysa hann
með viðræðum á milli aðila á vinnustað geta starfsmenn og
eða fyrirtæki leitað aðstoðar hlutaðeigandi félags síns eða falið
því/þeim málið til úrlausnar.
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52,53,54,55,56,57,58,59,...71
Powered by FlippingBook