Félag Bókagerðamanna - page 33

Samningur SA og FBM
33
6.4
Orlofslaun hlaupavinnumanna
Hlaupavinnumenn taka orlofslaun samkvæmt orlofslögum.
6.5
Veikindi í orlofi
Veikist starfsmaður í orlofi innanlands það alvarlega að hann
geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það
atvinnurekanda t.d. með símskeyti. Fram skal koma hjá hvaða
lækni hann hyggst fá læknisvottorð.
Sama gildir ef starfsmaður veikist í landi innan EES svæðisins,
Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að það leiði til
sjúkrahúsvistar.
Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni og standi
veikindin lengur en í 3 sólarhringa innanlands eða 6 sólar-
hringa innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða
Kanada, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veik-
indin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum kringum-
stæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með
læknisvottorði.
Fyrirtæki á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst
hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal veitt á tímabilinu 2. maí til 15.
september eftir því sem kostur er, nema sérstaklega standi á.
6.6
Orlofsheimilissjóður FBM
Vinnuveitendur greiða til sjóðsins 0,25% af öllum launum
starfsmanna sinna. Iðgjald þetta greiðist mánaðarlega.
6.7
Fræðslusjóður bókagerðarmanna
Fyrirtæki þau, sem eru aðilar að samningi þessum, skuldbinda
sig til þess að greiða í Fræðslusjóð bókagerðarmanna kr. 850 á
mánuði (frá 1.6.2011 til loka samningstímans) af hverjum
félagsmanni Félags bókagerðarmanna í fyrirtækinu, og greiðist
gjaldið mánaðarlega. Markmið sjóðsins er endur- og
viðbótarmenntun félagsfólks FBM, svo og námsgagnagerð og
námskeiðahald. Gjald þetta skal taka sömu breytingum og
launataxtar félagsins hverju sinni.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þannig að tveir fulltrúar séu
tilnefndir af FBM og einn fulltrúi af Samtökum iðnaðarins.
Stjórn sjóðsins skal ákvarða styrkveitingar.
1...,23,24,25,26,27,28,29,30,31,32 34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,...71
Powered by FlippingBook