Félag Bókagerðamanna - page 41

Samningur SA og FBM
41
Algengustu og nauðsynlegustu sjúkragögn (sjúkrakassi) skulu
vera fyrir hendi á vinnustað. Framkvæmd ákvæða þessarar
greinar skal framfylgt undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda.
8.12. Kjarakannanir
Gera skal kjarakönnun a.m.k. einu sinni á ári og birta
niðurstöður hennar / þeirra.
Markmið kannananna er að gefa samningsaðilum sem gleggsta
mynd af öllum þeim launum sem greidd eru á hverjum tíma í
starfsgreinum. Til grundvallar þessum kjarakönnunum verði
hafðar sömu forsendur og lágu að baki þeirri könnun sem
samið var um í kjarasamningum 1986. Oddamönnum FBM/SI
verði falið að ráða óháðan fagmann til þess að framkvæma
kannanirnar, enda skipta félögin með sér kostnaðinum að
jöfnu.
Framkvæmd kannanana verði á þann veg að hinn óháði
starfsmaður fái að afla sér upplýsinga hjá fyrirtækjum innan
SI, enda sé um algeran trúnað að ræða á milli hans og
viðkomandi fyrirtækis.
8.13. Endurmenntun
Réttur til endurmenntunar í vinnutíma
Bókagerðarmenn skulu eiga kost á að sækja eftirmenntunar-
námskeið á vegum IÐUNNAR / Prenttæknistofnunar til að
fylgjast með breytingum í bókagerðargreinum og falla að
starfsemi fyrirtækisins. Við það skal miðað að árlega geti þeir
varið allt að 24 dagvinnustundum til námskeiðssetu án
skerðingar á föstum launum þó þannig að a.m.k. helmingur
námskeiðsstunda sé í þeirra eigin tíma. Jafnt
bókagerðarmaður sem og vinnuveitandi geta haft frumkvæði
að námskeiðum. Tími til námskeiðssetu skal valinn með
hliðsjón af verkefnastöðu viðkomandi fyrirtækis.
Bókagerðarmaður sem unnið hefur þrjú ár samfellt hjá sama
fyrirtæki skal á tveggja ára fresti eiga rétt á allt að 40
dagvinnustundum til námsskeiðssetu á fagtengdum
námskeiðum IÐUNNAR / Prenttæknistofnunar án skerðingar á
föstum launum, þó þannig að a.m.k. helmingur
námskeiðsstunda sé í hans eigin tíma. Réttur þessi kemur í
stað þess réttar sem getið er í 1. mgr.
1...,31,32,33,34,35,36,37,38,39,40 42,43,44,45,46,47,48,49,50,51,...71
Powered by FlippingBook