Félag Bókagerðamanna - page 28

28
Samningur SA og FBM
starfsmannafélags og ætlast sé til þátttöku í slíkri iðkun sem
hluti af starfi starfsmanna. Ekki skiptir máli að þessu leyti
hvort slysið verður á hefðbundnum vinnutíma eða utan hans.
Undanskilin eru slys er verða í hnefaleikum, hvers konar
glímu, akstursíþróttum, drekaflugi, svifflugi, teygjustökki,
fjallaklifri sem krefst sérstaks búnaðar, bjargsigi, froskköfun
og fallhlífarstökki.
Tryggingin greiðir ekki bætur vegna slyss, sem hlotist hefur af
notkun skráningarskyldra vélknúinna ökutækja og er bótaskyld
skv. lögboðinni ökutækjatryggingu, hvort heldur ábyrgðar-
tryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda skv.
umferðarlögum.
4.7.2.
Gildistaka og lok tryggingar
Tryggingin tekur gildi gagnvart starfsmanni þegar hann hefur
störf fyrir atvinnurekanda (fer á launaskrá) og fellur úr gildi
þegar hann hættir störfum.
4.7.3.
Vísitala og vísitölutenging bóta
Vátryggingafjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs til verð-
tryggingar sem gildir frá 1. júní 2011 (374,1 stig) og breytast
1. dag hvers mánaðar í réttu hlutfalli við breytingu
vísitölunnar.
Bótafjárhæðir reiknast á grundvelli vátryggingarfjárhæða á
slysdegi en breytast með vísitölu neysluverðs til verð-
tryggingar eins og hér segir:
Bótafjárhæðir breytast í réttu hlutfalli við breytingu vísi-
tölunnar frá slysdegi til uppgjörsdags.
4.7.4.
Dánarbætur
Valdi slys dauða vátryggðs innan þriggja ára frá slysdegi,
greiðast rétthafa dánarbætur að frádregnum þegar útgreiddum
bótum fyrir varanlega læknisfræðilega örorku vegna sama
slyss.
Dánarbætur verða frá 1. júní 2011:
1. Til eftirlifandi maka skulu bætur nema kr. 6.618.896.
Með maka er átt við einstakling í hjúskap, staðfestri
samvist eða í skráðri óvígðri sambúð með hinum látna.
2. Til hvers ólögráða barns sem hinn látni fór með forsjá með
eða greiddi meðlag með samkvæmt barnalögum nr.
76/2003 skulu bætur vera jafnháar heildarfjárhæð barna-
lífeyris skv. almannatryggingalögum hverju sinni, sem það
hefði átt rétt til vegna andlátsins til 18 ára aldurs. Um er
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...71
Powered by FlippingBook