Félag Bókagerðamanna - page 25

Samningur SA og FBM
25
4
. KAFLI
Veikindadagar og
tryggingar
4.1.
Vinnuslys og atvinnusjúkdómar
4.1.1.
Starfsfólk, sem forfallast frá vinnu vegna slysa við vinnuna, á
beinni leið til eða frá vinnu eða vegna sjúkdóms, sem rekja má
til starfa þess, skal fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að þrjá
mánuði, samkvæmt þeim taxta, sem viðkomandi tók laun
eftir. Réttur þessi kemur til viðbótar þeim rétti, er starfsmaður
nýtur skv. gr. 4.2.
4.1.2.
Við vinnuslys kostar vinnuveitandinn flutning hins slasaða til
heimilis eða sjúkrahúss og greiðir síðan eðlilegan sjúkra-
kostnað meðan hann nýtur launa, annan en þann, sem sjúkra-
samlag og almannatryggingar greiða. Hinn slasaði skilar
kvittunum fyrir útlögðum kostnaði til vinnuveitanda og skal
greiðsla fara fram jafnhliða launagreiðslum, enda hafi kvittanir
borist í tæka tíð.
Hvað varðar sjúkra- og flutningskostnað teljast slys á beinni leið
til og frá vinnu til vinnuslysa.
4.2.
Önnur slys og sjúkdómar
4.2.1.
Starfsmaður á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda skal,
ef hann forfallast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa, njóta
dagvinnulauna í allt að 3 daga fyrir hvern unninn mánuð og
auk þess greiðslna vegna yfirvinnu, s.s. fyrir er mælt í gr.
4.2.6.
Þó skal starfsmaður njóta launa í veikinda- og slysatilvikum í
allt að 2 vikur, skv. því sem fyrir er mælt í 1. mgr., enda hafi
viðkomandi starfað minnst þann tíma á hinum nýja vinnustað
áður en hann veiktist.
4.2.2.
Hafi starfsmaður unnið 5 ár samfellt hjá sama vinnuveitenda
skal hann halda að lágmarki eins mánaðar launarétti í veikind-
um við ráðningu til nýs vinnuveitenda í sömu starfsgrein, enda
hafi starfslok hjá fyrri vinnuveitanda verið með eðlilegum hætti
og rétturinn sannreyndur við ráðningu.
4.2.3.
Fastráðinn starfsmaður, sem ráðinn hefur verið hjá sama
atvinnurekanda eitt ár samfellt, skal, ef hann forfallast frá
vinnu vegna sjúkdóma eða slysa, njóta dagvinnulauna í allt að
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...71
Powered by FlippingBook