Félag Bókagerðamanna - page 32

32
Samningur SA og FBM
6
. KAFLI
Orlof
6.1.
Sumarleyfi
Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi,
enda hafi það unnið í sama fyrirtæki í eitt ár samfleytt.
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki er orlof 28 dagar.
Eftir 10 ár í iðninni er orlof 30 dagar.
Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki,
skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem
það hefur unnið.
Veita ber a.m.k. 20 virka daga í einu lagi á tímabilinu 1. júní til
30. september. Orlof umfram það má veita utan þessa tímabils
og ákvarðast með minnst eins mánaðar fyrirvara, á þann hátt
að sem minnst röskun verði á starfsemi fyrirtækisins. Þeir sem
samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á
sumarorlofstímabili eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á
20 daga.
6.2.
Sumar- og vetrarorlof
Óski starfsmaður með 9 ára starfsreynslu að taka vetrarorlof,
þá geymast 5 dagar af sumarorlofi og verður þá vetrarorlof
samtals 10 dagar. Óski starfsmaður með 10 ára starfsreynslu
eða meira að taka vetrarorlof þá geymast 5 dagar af
sumarorlofi og verður þá vetrarorlof samtals 10 dagar.
Vetrarorlof skal veitt á tímabilinu 1. október til 1. maí.
Vetrarorlof skal starfsmaður nota til að auka þekkingu sína.
Ósk um töku vetrarorlofs skal koma fram fyrir 1. maí ár hvert.
6.3.
Orlofslaun
Orlofsárið reiknast frá 1. maí til 30. apríl.
Laun fyrir orlofsdaga skulu greidd næsta virkan dag áður en
orlof hefst. Þá skal einnig greitt orlof af yfirvinnu síðasta
orlofsárs.
Orlof á yfirvinnu er:
10,64% miðað við 25 daga,
12,07% miðað við 28 daga og
13,04% miðað við 30 daga.
1...,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31 33,34,35,36,37,38,39,40,41,42,...71
Powered by FlippingBook