Félag Bókagerðamanna - page 38

38
Samningur SA og FBM
Vottorð skal vera á ensku eða þýtt yfir á íslensku af löggiltum
skjalaþýðanda.
8.5.
Önnur verk
Eigi má setja starfsfólk til annarra verka en þeirra, sem heyra
iðninni til, nema með samþykki þess.
8.6.
Fastir starfsmenn
Fastir starfsmenn skoðast þeir, sem unnið hafa einn mánuð
eða lengur í sama fyrirtæki.
8.7.
Hlaupavinnumenn
Hlaupavinnumenn teljast þeir, er ekki hafa fasta vinnu við iðn
sína, heldur starfa við hana hér og þar, er vinna býðst, eða
teljast hlaupavinnumenn skv. grein 1.6. um vanræktar vinnu-
stundir.
Vinni þeir skemur en eina viku, skal þeim goldið samkvæmt 2.
kafla (grein 2.5.). Verði tíminn lengri, fer kaupið eftir sam-
komulagi, en sé þó eigi undir lágmarkslaunum. En vinni þeir
lengur en einn mánuð í sama fyrirtæki, eru þeir komnir undir
öll ákvæði samnings þessa svo sem fastamenn, nema þeir séu
hlaupavinnumenn skv. gr. 1.6. um vanræktar vinnustundir.
Hlaupavinnumenn hafa ekki kaup fyrir helgi- og frídaga.
8.8.
Uppsagnarfrestur
8.8.1.
Uppsagnarfrestur
Uppsagnarfrestur á vinnu af beggja hálfu, starfsfólks og at-
vinnurekenda, skal vera sem hér segir:
Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur
Eftir tveggja vikna samfellt starf
hjá sama atvinnurekanda:
Ein vika
Eftir 3 mánuði samfellt hjá
sama atvinnurekanda:
1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 2 ár samfellt hjá
sama atvinnurekanda:
2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt hjá
sama atvinnurekanda:
3 mánuðir m.v. mánaðamót
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...71
Powered by FlippingBook