Félag Bókagerðamanna - page 27

Samningur SA og FBM
27
4.4.
Veikindi á meðgöngu
Vinnuveitendum er skylt, þar sem því verður við komið að
færa barnshafandi konu til í starfi, ef það er þess eðlis að
heilsu hennar eða fósturs er af því hætta búinn, enda verði
ekki komið við öðrum breytingum á starfsháttum. Slík tilfærsla
skal ekki hafa áhrif á launakjör viðkomandi til lækkunar.
Barnshafandi konum skal heimilt að taka upp hlutavinnu, að
höfðu samráði við vinnuveitanda.
4.5.
Dagpeningar
Dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins og/eða sjúkrasam-
lögum, vegna framangreindra veikinda, greiðast til vinnu-
veitenda.
4.5.1.
Færa skal sönnur á veikindi með læknisvottorði samtímis,
enda greiðir vinnuveitandi nauðsynlegan kostnað við öflun
þess.
4.5.2.
Framangreind ákvæði koma í stað fyrri samningsákvæða um
greiðslur í veikinda- og slysatilvikum, svo og ákvæða laga nr.
19/1979. Verði nefndum lögum breytt þannig á samnings-
tímabilinu, að þau tryggi launþega frekari rétt en að framan
greinir, þá gildir hinn lögboðni réttur.
4.6.
Sjúkrasjóður
Vinnuveitendur greiði 1% af öllum launum starfsmanna sinna í
Sjúkrasjóð FBM. Gjaldið greiðist mánaðarlega.
4.7.
Dánar-, slysa- og örorkutryggingar
4.7.1.
Gildissvið
Skylt er atvinnurekenda að tryggja launafólk það, sem samn-
ingur þessi tekur til, fyrir dauða, varanlegri læknisfræðilegri
örorku og/eða tímabundinni örorku af völdum slyss við vinnu
eða á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar og frá vinnustað
til heimilis. Ef starfsmaður hefur vegna starfs síns viðlegustað
utan heimilis, kemur viðlegustaður í stað heimilis, en
tryggingin tekur þá einnig til eðlilegra ferða milli heimilis og
viðlegustaðar.
Vátrygging gildir í ferðum innanlands og utan sem farnar eru á
vegum atvinnurekanda.
Tryggingin skal ná til slysa, er verða við íþróttaiðkun, keppni
og leiki, enda hafi slíkt farið fram á vegum atvinnurekanda eða
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34,35,36,37,...71
Powered by FlippingBook