Félag Bókagerðamanna - page 40

40
Samningur SA og FBM
fjölda starfsmanna sem til stendur að segja upp og hvenær
uppsagnir komi til framkvæmda.
8.8.3.3.
Framkvæmd hópuppsagna
Verði, að mati vinnuveitanda, ekki komist hjá hópuppsögnum,
þó að stefnt sé að endurráðningu hluta starfsmanna án þess
að komi til starfsloka, skal miða við að ákvörðun um það
hvaða starfsmönnum bjóðist endurráðning liggi fyrir eins fljótt
og mögulegt er.
Hafi ákvörðun um endurráðningar ekki verið tekin og starfs-
manni tilkynnt að ekki geti orðið af endurráðningu, það
tímanlega að eftir standi a.m.k. ²/³ hlutar uppsagnarfrests
viðkomandi starfsmanns, framlengist uppsagnarfrestur hans
um einn mánuð ef uppsagnarfrestur er þrír mánuðir, um þrjár
vikur ef uppsagnarfrestur er tveir mánuðir og um tvær vikur ef
uppsagnarfresturinn er einn mánuður.
Þetta ákvæði tekur til starfsmanna sem áunnið hafa sér a.m.k.
1 mánaðar uppsagnarfrest.
Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er heimilt vegna utanað-
komandi atvika sem vinnuveitandi ræður ekki við, að skilorðs-
binda tilkynningu um endurráðningu því að vinnuveitandinn
geti haldið áfram þeirri starfsemi sem starfsmaðurinn er ráðinn
til án þess að það leiði til lengingar uppsagnarfrests.
8.9.
Sérsamningar
Samningar þeir, er einstakir starfsmenn gera við fyrirtæki,
gilda því aðeins, að þeir brjóti ekki í bága við gildandi samning
þennan.
8.10. Frekari hlunnindi
Hafi starfsmaður frekari hlunnindi en samningur þessi greinir,
þegar hann gengur í gildi, skulu þau haldast óbreytt.
8.11. Heilbrigðisreglur
Um heilbrigðisreglur og ræstingu fer eftir gildandi lögum og
fyrirmælum, og skal þeim nákvæmlega fylgt.
Það er vilji samningsaðila að vinna að því þegar atvinnurekstur
flyst í ný húsakynni eða bætir við sig húsnæði, að þess sé
gætt, að sjá fyrir aðstöðu til þess að framfylgja ýtrustu
fyrirmælum um hollustuhætti, eins og þau eru á hverjum tíma.
1...,30,31,32,33,34,35,36,37,38,39 41,42,43,44,45,46,47,48,49,50,...71
Powered by FlippingBook