Félag Bókagerðamanna - page 39

Samningur SA og FBM
39
Uppsögn skal vera skrifleg. Eins mánaðar uppsagnarfrestur og
lengri miðast við mánaðamót.
Ákvæði greinar 8.8.1. kemur að fullu í stað ákvæða 1. gr. laga
nr. 19/1979 um uppsagnarfrest.
8.8.2.
Starfslok
Sé starfsmanni sagt upp, eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá
sama fyrirtæki, er uppsagnarfrestur 4 mánuðir ef starfsmaður
er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6
mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins
vegar sagt upp starfi sínu með 3 mánaða fyrirvara. Framan-
greind ákvæði gilda einnig ef starfsmaður nær tilskildum aldri
á uppsagnarfresti.
8.8.3.
Samkomulag um hópuppsagnir
Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir
beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti
af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfs-
manna. Í ljósi þessa hafa aðilar gert með sér eftirfarandi sam-
komulag:
8.8.3.1.
Gildissvið
Samkomulag þetta tekur einungis til hópuppsagna fastráðinna
starfsmanna þegar fjöldi þeirra sem segja á upp á þrjátíu daga
tímabili er:
A.m.k. 10 manns í fyrirtækjum með 16 - 100 starfsmenn,
a.m.k. 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100 - 300 starfs-
menn. A.m.k. 30 manns í fyrirtækjum með 300 starfsmenn
eða fleiri.
Það telst ekki til hópuppsagna þegar starfslok verða samkvæmt
ráðningarsamningum sem gerðir eru til ákveðins tíma eða vegna
sérstakra verkefna. Samkomulag þetta gildir ekki um uppsagnir
einstakra starfsmanna, um uppsagnir til breytinga á ráðningar-
kjörum án þess að starfslok séu fyrirhuguð, né um uppsagnir
áhafna skipa.
8.8.3.2.
Samráð
Íhugi vinnuveitandi hópuppsagnir skal, áður en til uppsagna
kemur, hafa samráð við trúnaðarmenn viðkomandi stéttar-
félaga til að leita leiða til að komast hjá uppsögnum að svo
miklu leyti sem mögulegt er og draga úr afleiðingum þeirra.
Þar sem trúnaðarmenn eru ekki til staðar skal hafa samráð við
fulltrúa starfsmanna.
Trúnaðarmenn skulu þá eiga rétt á að fá upplýsingar, sem máli
skipta um fyrirhugaðar uppsagnir, einkum ástæður uppsagna,
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,...71
Powered by FlippingBook