Félag Bókagerðamanna - page 29

Samningur SA og FBM
29
að ræða eingreiðslubætur. Við útreikning bóta skal miðað
við fjárhæð barnalífeyris á dánardegi. Bætur til hvers barns
skulu þó aldrei nema lægri fjárhæð en kr. 2.647.558. Skulu
bætur til barna greiddar út til þess sem fer með forsjá
þeirra eftir andlát vátryggðs. Til hvers ungmennis á
aldrinum 18-22 ára, sem áttu sama lögheimili og hinn látni
og voru sannanlega á framfærslu hans skulu bætur vera
kr. 661.890. Hafi hinn látni verið eini framfærandi barns
eða ungmennis hækka bætur um 100%.
3. Hafi hinn látni sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum
67 ára eða eldri, skal hið eftirlifandi foreldri eða foreldrar
sameiginlega fá bætur er nema kr. 661.890.
4. Eigi hinn látni ekki maka skv. tölulið 1. greiðast
dánarbætur kr. 661.890. til dánarbús hins látna.
4.7.5.
Bætur vegna varanlegrar örorku
Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli læknis-
fræðilegar afleiðingar slyss. Skal varanleg örorka metin til
stiga samkvæmt töflu um miskastig, sem gefin er út af
Örorkunefnd og skal matið miðast við heilsufar tjónþola eins
og það er þegar það er orðið stöðugt.
Grunnfjárhæð örorkubóta er kr. 15.091.083. Bætur vegna
varanlegrar örorku skulu reiknast þannig að fyrir hvert
örorkustig frá 1-25 greiðast kr. 150.911, fyrir hvert örorkustig
frá 26-50 greiðast kr. 301.822, fyrir hvert örorkustig frá 50-
100 greiðast kr. 603.643. Bætur vegna 100% varanlegrar
örorku eru því kr. 41.500.478.
Örorkubætur skulu jafnframt taka mið af aldri tjónþola á
slysdegi þannig að bætur lækki um 2% fyrir hvert aldursár
eftir 50 ára aldur. Eftir 70 ára aldur lækki bætur um 5% af
grunnfjárhæð fyrir hvert aldursár. Aldurstenging örorkubóta
skal þó aldrei leiða til meiri skerðingar en 90%.
4.7.6.
Bætur vegna tímabundinnar örorku
Valdi slys tímabundinni örorku skal trygging greiða dagpeninga
í hlutfalli við starfsorkumissinn fjórum vikum frá því slys átti
sér stað og þar til starfsmaður verður vinnufær eftir slysið eða
þar til örorkumat hefur farið fram, þó ekki lengur en í 37 vikur.
Dagpeningar vegna tímabundinnar örorku eru kr. 33.094 á
viku. Ef starfsmaður er vinnufær að hluta greiðast dagpeningar
hlutfallslega.
Dagpeningar úr tryggingu greiðast til atvinnurekanda meðan
starfsmaður fær greidd laun samkvæmt kjarasamningi eða
ráðningarsamningi en síðan til starfsmanns.
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...71
Powered by FlippingBook