Félag Bókagerðamanna - page 37

Samningur SA og FBM
37
Móti 1 sveini
2 til aðstoðar
Móti 2 sveinum 4 til aðstoðar
Móti 3 sveinum 5 til aðstoðar
Móti 4 sveinum 6 til aðstoðar
Fyrir hvern svein fram yfir fjóra tveir til aðstoðar. Þó er gert
ráð fyrir að stjórn Félags bókagerðarmanna leyfi undanþágur
um fleiri aðstoðarmenn þegar sérstaklega stendur á eða ef
engir sveinar eru fáanlegir, enda berist um það skrifleg
umsókn.
8.4.
Endurráðning
8.4.1.
Áunnin réttindi starfsfólks skulu haldast, verði um endur-
ráðningu að ræða innan eins árs.
Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins
mánaðar starf ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár, en
innan þriggja ára.
Jafnframt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir 3 mánaða
starf ef endurráðning verður eftir meira en 3 ára starfshlé, en
þó innan 5 ára.
8.4.2.
Áunnin réttindi vegna starfa erlendis
Erlendir starfsmenn hér á landi svo og þeir Íslendingar sem
starfað hafa erlendis flytja með sér áunnin starfstíma gagnvart
réttindum kjarasamninga sem tengd eru starfstíma í starfs-
grein, enda verði starfið erlendis talið sambærilegt.
Starfsmenn skulu við ráðningu færa sönnur á starfstíma sinn
með vottorði fyrrum vinnuveitanda eða með öðrum jafn
sannanlegum hætti. Geti starfsmaður ekki við ráðningu fram-
vísað vottorði sem fullnægir skilyrðum skv. 3. og 4. mgr., er
honum heimilt að leggja fram nýtt vottorð innan þriggja
mánaða frá ráðningu. Taka þá áunnin réttindi gildi frá og með
næstu mánaðamótum á eftir. Vinnuveitandi skal staðfesta
móttöku vottorðs.
Í vottorði fyrrum vinnuveitanda skal m.a. greina:
- Nafn og persónuauðkenni viðkomandi starfsmanns.
- Nafn og auðkenni fyrirtækisins sem gefur út staðfest-
inguna, ásamt síma, netfangi og nafni þess aðila sem er
ábyrgur fyrir útgáfu hennar.
- Lýsingu á því starfi sem viðkomandi stundaði.
- Hvenær viðkomandi hóf störf hjá viðkomandi fyrirtæki,
hvenær hann lauk störfum og hvort rof, og þá hvenær,
var á starfi viðkomandi.
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,...71
Powered by FlippingBook