Félag Bókagerðamanna - page 42

42
Samningur SA og FBM
9. KAFLI
Um aðbúnað og öryggi
9.1.
Vinnufatnaður
Atvinnurekandi skal leggja starfsmanni sínum til hlífðarfatnað
og viðeigandi skóbúnað við störf sín, þar sem ástæða þykir til
af öryggisástæðum eða við vinnu við þau efni sem að mati
öryggistrúnaðarmanns og verkstjóra gefa tilefni til.
9.2.
Tjónabætur
Verði starfsmaður sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsyn-
legum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum og gler-
augum o.s.frv. skal það bætt skv. mati.
Slík tjón verða einungis bætt, ef þau verða vegna óhappa á
vinnustað. Eigi skal bæta slíkt tjón, ef það verður vegna
gáleysis eða hirðuleysis starfsmanns.
9.3.
Vinna við vélar
Starfsmenn skulu ekki vinna einir á vinnustað við þær vélar og
tæki, sem að mati öryggistrúnaðarmanns og verkstjóra geta
talist hættuleg.
Vinna við sauma- og heftivélar. Eigi skal láta starfsfólk vinna
við saumavélar eða heftivélar á bókbandsstofu lengur en fjóra
tíma í senn, ef ástæður leyfa.
9.4.
Öryggisbúnaður
Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi til afnota fyrir starfsfólk sá
öryggisbúnaður, sem Vinnueftirlit ríkisins telur nauðsynlegan
vegna eðlis vinnunnar eða tiltekinn er í samningi þessum.
Starfsfólki er skylt að nota þann öryggisbúnað, sem getið er
um í samningi þessum og reglugerðum, og skulu verkstjórar
og trúnaðarmenn sjá um að hann sé notaður. Ef starfsfólk
notar ekki öryggisbúnað, sem því er lagður til á vinnustað, er
heimilt að víkja því fyrirvaralaust úr starfi eftir að hafa aðvarað
það skriflega. Trúnaðarmaður skal tafarlaust ganga úr skugga
um að tilefni uppsagnar hafi verið fyrir hendi og skal honum
gefinn kostur á að kynna sér alla málavexti. Sé hann ekki
samþykkur tilefni uppsagnar, skal hann mótmæla uppsögninni
1...,32,33,34,35,36,37,38,39,40,41 43,44,45,46,47,48,49,50,51,52,...71
Powered by FlippingBook