Félag Bókagerðamanna - page 26

26
Samningur SA og FBM
sex vikur auk greiðslna vegna yfirvinnu, s.s. fyrir er mælt í gr.
4.2.6.
4.2.4.
Fastráðinn starfsmaður, sem ráðinn hefur verið hjá sama
atvinnurekanda í þrjú ár samfellt, skal, ef hann forfallast frá
vinnu vegna sjúkdóma eða slysa, njóta dagvinnulauna í allt að
tvo mánuði og auk þess greiðslna vegna yfirvinnu í allt að 7
vikum, s.s. fyrir er mælt í gr. 4.2.6.
4.2.5.
Fastráðinn starfsmaður, sem ráðinn hefur verið hjá sama
atvinnurekanda í fimm ár samfellt, skal, ef hann forfallast frá
vinnu vegna sjúkdóma eða slysa, njóta dagvinnulauna í allt að
þrjá mánuði og auk þess greiðslna vegna yfirvinnu í allt að 7
vikur, s.s. fyrir er mælt í gr. 4.2.6.
4.2.6.
Starfsmaður, sem rétt á til greiðslna skv. þessari grein, sbr.
gr. 4.2.1 - 4.2.5., skal fá greidda yfirvinnu sem hér segir:
Yfirvinnukaup reiknast allt að 2 klst. á dagvinnudag, að
hámarki 10 klst. á viku, ef yfirvinna hans sl. 10 vikur, áður en
veikindi eða slys bar að höndum, nær því meðaltali. Sé
meðaltal yfirvinnunnar undir þessu hámarki, ræður meðaltalið,
eins og það er í reynd. Nái starfstími ekki 10 vikum, sbr. gr.
4.2.1., skal meðaltal reiknað frá upphafi starfstíma.
4.3.
Veikindi barna og leyfi af
óviðráðanlegum ástæðum
4.3.1.
Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt
að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til
aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda
verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf
verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili.
Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar
sem það á við.
Með foreldri í 1. mgr. er einnig átt við fósturforeldri eða
forráðmann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað
foreldris.
4.3.2.
Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar
(force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna
sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru
starfsmanns.
Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í framan-
greindum tilfellum, samanber þó gr. 4.3.1.
1...,16,17,18,19,20,21,22,23,24,25 27,28,29,30,31,32,33,34,35,36,...71
Powered by FlippingBook