Félag Bókagerðamanna - page 43

Samningur SA og FBM
43
skriflega og kemur þá fyrirvaralaus uppsögn eigi til fram-
kvæmda.
Brot á öryggisreglum, sem valda því að lífi og limum
starfsmanna er stefnt í voða, skal varða brottvikningu án
undangenginna aðvarana, ef trúnaðarmaður og forsvarsmaður
fyrirtækis eru sammála um það.
Ef öryggisbúnaður sá, sem tiltekinn er í samningi þessum og
Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið fyrirmæli um að notaður skuli,
er ekki fyrir hendi á vinnustað, er hverjum þeim starfsmanni,
er ekki fær slíkan búnað, heimilt að neita að vinna við þau
störf þar sem slíks búnaðar er krafist. Sé ekki um annað starf
að ræða fyrir viðkomandi starfsmann, skal hann halda
óskertum launum.
Komi til ágreinings vegna þessa samningsákvæðis, er heimilt
að vísa málinu til stjórna FBM og SI.
9.5.
Vinna við afkastamiklar vélar
Við vinnu við afkastamiklar bókbands og prentvélar skal gæta
fyllsta öryggis. Rísi ágreiningur um þau mál, skal öryggisnefnd
fyrirtækis setja reglur um öryggismál viðkomandi vélar. Þar
sem öryggisnefnd er ekki starfandi skulu öryggisvörður og
öryggistrúnaðarmaður gegna hlutverki nefndarinnar. Reglur
þessar taki m.a. til fjölda starfsmanna, þannig að fyllsta
öryggis sé gætt við vinnu hverju sinni. Náist ekki samkomulag
í nefndinni skulu stjórnir Félags bókagerðarmanna og Samtaka
iðnaðarins, að fengnu áliti Vinnueftirlits ríkisins, leitast við að
jafna ágreininginn. Takist stjórnum samningsaðila ekki að
komast að niðurstöðu, skal vísa málinu til úrskurðar stjórnar
Vinnueftirlits ríkisins, sbr. reglugerð nr. 77/1982.
Á þeim vinnustöðum, þar sem félagsmenn Félags bókagerðar-
manna eiga ekki sæti í öryggisnefnd skal trúnaðarmaður
Félags bókagerðarmanna taka sæti í nefndinni, þegar öryggis-
mál prent- og bókbandsvéla eru til meðferðar.
9.6.
Öryggisnefnd
Samningsaðilar eru sammála um það, að starfa beri öryggis-
nefnd á vegum félaganna og skal hún skipuð tveimur mönnum
frá hvorum samningsaðila.
9.7.
Vinna við skerma
Starfsfólk, sem vinnur við skerma fái hvíldir að jafnaði á
hverjum klukkutíma. Skapist ekki slík hlé vegna kaffitíma,
1...,33,34,35,36,37,38,39,40,41,42 44,45,46,47,48,49,50,51,52,53,...71
Powered by FlippingBook