Félag Bókagerðamanna - page 36

36
Samningur SA og FBM
8. KAFLI
Almenn ákvæði
8.1.
Gjöld til FBM
Fyrirtækjum, sem eru aðilar að samningi þessum er skylt að
halda eftir af kaupi starfsmanna sinna gjöldum þeirra til FBM
og Sameinaða lífeyrissjóðsins og standa gjaldkera skil á þeim
mánaðarlega. Verði vanefndir á þessu ákvæði hjá einhverju
fyrirtæki, þannig að greiðsluskil hafi dregist í 6 mánuði eða
lengur, áskilur FBM sér rétt til þess að láta félagsmenn sína
hætta vinnu þar, á kostnað viðkomandi fyrirtækis, þar til
greiðslan hefur verið innt af hendi ásamt almennum dráttar-
vöxtum, eða samningar um hana tekist. Slík ákvörðun skal þó
ávallt tilkynnt hlutaðeigandi framkvæmdastjóra og stjórn
Samtaka iðnaðarins með eigi minni fyrirvara en einni viku.
8.2.
Ráðning starfsfólks
Ekkert fyrirtæki, sem þessi samningur gildir við, má ráða til
vinnu við framleiðslustörf starfsfólk, sem ekki er þá þegar
meðlimir FBM nema það gerist félagar þess samtímis.
Nú þarfnast fyrirtæki, sem er aðili að samningi þessum, aukins
starfsfólks, og er þá FBM skylt að gera sitt til að útvega, sér að
kostnaðarlausu, einn mann eða fleiri, innan lands eða utan, er
vel séu að verki farnir og vinni í samræmi við lög og reglur
félagsins.
Áður en ráðið er nýtt starfsfólk í fyrirtæki innan SI skal leitað
til FBM og/eða SI og athugað, hvort nokkur félagsmaður FBM
sé atvinnulaus. Skulu þeir þá ganga fyrir vinnunni, ef við
þeirra hæfi er.
Eigi má fyrirtæki heldur ráða starfsfólk, sem er í óbættum
sökum við FBM nema stjórn þess leyfi.
8.3.
Aðstoðarfólk
Starfsmenn sem ráðnir eru til aðstoðar löggiltum iðnaðar-
mönnum skulu vera meðlimir FBM og skulu þeir gerast
meðlimir Sameinaða lífeyrissjóðsins um leið og þeir hefja störf,
enda séu þeir 16 ára eða eldri.
8.3.1.
Aðstoðarfólk í bókbandsstofum. Aðstoðarfólk má eigi vera fleira í
bókbandsstofu en sem hér segir:
1...,26,27,28,29,30,31,32,33,34,35 37,38,39,40,41,42,43,44,45,46,...71
Powered by FlippingBook