Félag Bókagerðamanna - page 22

22
Samningur SA og FBM
2.7.
Flokksstjórar og vaktstjórar
Sveinar sem sérstaklega eru ráðnir til að hafa á hendi
flokksstjórn / vaktstjórn eða umsjón verka skv. skriflegum
ráðningarsamningi, en ganga jafnframt til almennra starfa
iðnaðarmanna, skulu fá greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega
ábyrgð og hafa sem svarar 15% hærri laun en þeir ella hefðu.
Álag þetta kemur ekki til viðbótar álagi skv. gr. 2.6.
2.8.
Yfirvinnukaup
Yfirvinna greiðist með 80% álagi á dagvinnukaup í hverjum
flokki, sem miðast við 40 stunda vinnuviku (deilitala 40).
Um útreikning á yfirvinnulaunum fer skv. ráðningarsamningi
eða skriflegri staðfestingu ráðningar.
2.9.
Greiðsla vinnulauna
Greiða skal vinnulaun mánaðarlega, nema samkomulag sé eða
verði milli starfsfólks og vinnuveitanda um annað fyrirkomu-
lag.
Útborgun launa skal fara fram í vinnutíma, fyrsta dag eftir að
mánuði þeim lýkur sem laun eru greidd fyrir. Beri þann dag
upp á frídag skal borga út síðasta virkan dag mánaðar.
Greiðslu vinnulauna skal jafnan fylgja kaupseðill, sem gefur til
kynna frádrátt af kaupi, svo og yfirvinnu.
2.9.
Dagpeningagreiðslur á
ferðalögum erlendis
Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi
ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki ekki
sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...71
Powered by FlippingBook