Fréttir

Framboðsfrestur vegna kosningu stjórnar og varastjórnar

24 jan. 2018
Framboðsfrestur vegna kosningu stjórnar og varastjórnar GRAFÍU 2018 skulu berast skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 6. febrúar n.k. Sjá auglýsingu hér    

Working as a volunteer in Iceland

17 jan. 2018
Are you thinking about working as a volunteer in Iceland? Click for more info volunteering.is

Eitt framboð barst um formann GRAFÍU – Georg ...

15 jan. 2018
Framboðsfrestur til formanns GRAFÍU stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum rann út 9. janúar 2018. Eitt framboð barst um Georg Pál Skúlason. Hann er því rétt kjörinn formaður GRAFÍU frá 2018 – 2020.

Morgunverðarfundur – Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!

9 jan. 2018
Fundurinn er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fundurinn er haldinn að frumkvæði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem sæti eiga fulltrúar stærstu samtaka aðila vinnumarkaðarins auk fulltrúa ráðherra. Í lok fundar verður borin upp […]

Ögmundur Kristinsson skákmeistari GRAFÍU 2017

2 jan. 2018
Skákmót GRAFÍU var haldið fimmtudaginn 23. nóvember. Átta þátttakendur mættu til leiks. Ögmundur Kristinsson sigraði mótið með 13 ½ vinning af 14 mögulegum. Í öðru sæti var Atli Jóhann Leósson með 11 vinninga og í þriðja sæti Georg Páll Skúlason með 10 ½ vinning. Ögmundur Kristinsson er skákmeistari GRAFÍU. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir […]

Guðjón og Kristján sigruðu Bridgemót GRAFÍU 2017

2 jan. 2018
Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson sigruðu í tvímenningskeppni GRAFÍU sem haldin var laugardaginn 9. desember. Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á Bridgehátíð Bridgesambands Íslands og einnig voru veitt bókaverðlaun. Í fyrsta sæti urðu Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 71 stig jafnmörg og parið í öðru sæti en betra […]

Formannskjör 2018, – framboðsfrestur

4 des. 2017
Uppástungur um formann GRAFÍU – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum fyrir kjörtímabilið 2018-2020 skulu hafa borist skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 9. janúar 2018. Sjá nánar auglýsingu hér fyrir neðan   framboðsfrestur-formannskjör 2018

Desemberuppbót 2017

30 nóv. 2017
Desemberuppbót kemur til greiðslu 1.-15. desember nk.   Sjá nánar í auglýsingu Desemberuppbót 2017

Prentstaður bóka í Bókatíðindum 2017

28 nóv. 2017
Hér má sjá fréttatilkynningu vegna könnunar Bókasambands Íslands á prentstað bóka í Bókatíðindum 2017     Fréttatilkynning  

Kjarakönnun 2017 – niðurstöður

24 nóv. 2017
Kjarakönnun GRAFÍU  og SI 2017 var að ljúka. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar. GRAFÍA þakkar öllum félagsmönnum þátttökuna. Vinningshafar hafa verið dregnir út og mun GALLUP koma vinningum á framfæri við viðkomandi.   Kjarakönnun 2017

Póstlisti